Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.
Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.
Á faglegum nótum 6. september 2019

Regnhlífarblóm í stofunni

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þessi glæsilega trékennda pottaplanta, sem allt eins má nefna séffleru (Schefflera arboricola), hefur prýtt stofur okkar áratugum saman. Hún er þó ekki ein þeirra sem eru sífellt blómstrandi heldur eru margskipt laufblöðin og heildarásýnd plöntunnar stolt hennar og prýði.

Hún nær talsverðri hæð sé hún ræktuð í rúmgóðum potti og getur þurft að toppa hana til að hún fái fallega, marggreinda lögun.

Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk.

Regnhlífartréð eða séffleran er í ætt við bergfléttu (Hedera helix) sem þrífst bæði í pottum inni við og í hlýjum görðum. Önnur skyld pottaplanta er árelía, einnig kölluð fatsía (Fatsia japonica) og hinn fáséði bergfléttubróðir (Fatshedera lizei) sem er í raun blendingur árelíu og bergfléttu.

Regnhlífarblóm eru ýmist ræktuð og seld sem eingreindar plöntur, með nokkrum greinum eða jafnvel fleiri plöntur saman í potti og þá eru stofnarnir stundum fléttaðir saman og mynda samvafinn stofn. Þessi aðferð er notuð við framleiðslu á sumum trékenndum pottaplöntum eins og benjamínfíkus, kaffiplöntum o.fl. Varla er hægt að segja að sú aðferð sé til eftirbreytni.

Auðveld í umhirðu

Umpottað er áður en sprettan hefst á vorin, sé þess þörf.  Notuð er venjuleg pottaplöntumold og í framhaldinu er vökvað með daufri áburðarlausn öðru hvoru að sumrinu. Of mikil næring og of mikil vökvun getur leitt til þess að plantan teygist og verði rengluleg. Ágætt er að klípa af henni efstu sentimetrana þegar greinar hafa náð þeirri lengd sem hentar staðsetningunni, þá myndast fleiri, styttri greinar sem gefa plöntunni enn svipmeira yfirbragð. Plantan ætti ekki að þorna milli vökvana en hún má heldur ekki standa lengi í vatni.

Laufblöðin eru margskipt og hver blaðflipi stendur á stuttum stilk. Fliparnir eru oft 7–9 talsins á hverju laufi. Til eru ólík yrki sem bera ýmist algrænt eða hvítflekkótt lauf og er umhirða þeirra öll hin sama hjá hinum ýmsu yrkjum. Aðrar tegundir ættkvíslarinnar eru líka notaðar sem pottaplöntur en geta orðið heldur stórvaxnar.

Uppbinding stundum nauðsynleg

Ef plantan sýnir mikinn, greinalítinn lengdarvöxt getur þurft að styðja hana. Þá er gott að nota mosastöng sem fæst í blómabúðum og plantan bundin lauslega við hana.

Bjart, rakt og hlýtt

Sérstaða regnhlífarblómsins meðal pottaplantna er að það getur þrifist bæði á björtum stað (þó ekki í beinni sól) og þar sem talsverðs skugga gætir. Venjulega koma þær hressar og grænar undan vetri, ólíkt sumum pottablómum sem eiga til að láta á sjá að loknum löngum, dimmum vetri. Regnhlífarblómið kemur upphaflega frá Taívan og S-Kína. Rakt og hlýtt loft hentar því vel. Við slíkar aðstæður geta myndast loftrætur sem taka upp vatn og næringu þegar þær ná snertingu við mold eins og aðrar rætur gera. Vel má fjölga plöntunni með græðlingum sem komið er fyrir í hlýjum og rökum jarðvegi með yfirbreiðslu til að halda loftrakanum nógu háum. 

Eituráhrif

Þessi planta er eitruð. Í frumum hennar myndast kristallar úr kalsíum-oxalati. Ekki eru teljandi líkur á að fólk taki upp á að neyta hennar en td. kettir og hundar finna fyrir slæmum eituráhrifum ef þeir naga blöðin.

Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbhÍ Reykjum, Ölfusi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...