Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Starfsmenn RML að störfum við ómmælingar á Høystad Angus.
Starfsmenn RML að störfum við ómmælingar á Høystad Angus.
Mynd / Í eigu Sveins Eberhard Østmoe
Á faglegum nótum 10. maí 2023

Ráðunautar læra búfjárdóma og ómmælingar holdagripa í Noregi

Höfundur: Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir

Norðmenn hafa ræktað Aberdeen Angusí65árogídageruþar nærri 1.700 kýr ættbókarskráðar. Samtals eru um 9.800 kýr sem má kalla Angus en til þess þurfa þær að vera a.m.k. 75% Angus.

Norskir bændur hafa stundað markvissa ræktun í fjölda ára og eru útlitsdómar og ómmælingar á bakvöðva notaðir til að velja ásetningsgripi eins og þekkist úr sauðfjárræktinni hérlendis.

Árið 2017 voru Aberdeen Angus fósturvísar fluttir hingað til lands frá Noregi. Síðan þá hefur erfðaefni úr þeim verið í dreifingu með sæðingum en einnig hafa verið seldir lifandi gripir og fósturvísar frá einangrunarstöð Nautís. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur fengið fyrirspurnir um dóma og ómmælingar á lifandi gripum sem koma út úr þessari ræktun og því lögðu tveir ráðunautar RML land undir fót og fóru til Noregs að læra meira um ræktunarstarf Norðmanna.

Útlitsdómur svipaður og í mjólkurkúm

Útlitsdómurinn minnir mikið á þann dóm sem notaður er hérlendis á mjólkurkýr. Ákveðnir eiginleikar eru metnir á skalanum 1-9 en breytilegt hvaða gildi er best og er skalinn ólíkur milli kúakynja. Í töflu 1 má sjá hvaða eiginleikar eru dæmdir og hver er besta einkunnin fyrir hvern eiginleika hjá Angus kyninu.

Fæturnir eru undirstaða gripsins og því er lagt mikið upp úr því að þeir séu í lagi. Samkvæmt Kristian Heggelund, ábyrgðarmanni ræktunar hjá TYR, á ekki að nota gripi í ræktun sem skora lágt í eiginleikum fyrir fætur. Ástæðan er sú að það hefur áhrif á endingu gripanna og getu nauta til að stökkva, ásamt getu kúa til að standa undir nautinu við beiðsli. Þá eru staða hækla og halli klaufa mikilvægir eiginleikar sem hafa mikil áhrif á heildarmat og geta valdið því að glæsilegur gripur fari ekki í ræktun.

Bakvöðvi er mældur meðfram hryggjasúlunni milli 13. rifbeins og mjaðmarhorns (mynd 1). Þegar komin er mæling á vöðva og fitu spáir hugbúnaður í ómtækinu til um fitusprengingu í vöðvanum. Hjá góðum Angus nautum er æskilegast að hún sé yfir 3%. Fitusprenging hefur mikil áhrif á kjötgæði og er æskilegast að kjötið sé vel fitusprengt því þá er það bragðmeira, safaríkara og meyrara. Hátt arfgengi er á þykkt bakvöðva, fitu og fitusprengingu og því eiginleikar sem gott er að skoða í ræktun.

Kristian sá um skipulag heimsóknarinnar til Noregs og byrjaði ferðin á nautastöðinni Staur skammt utan við Hamar. Þar voru 24 naut sem biðu dóms en alls voru 80 naut af Charolais, Simmental, Hereford, Limosín og Angus kyni í fjósinu. Nautin eru tekin inn á nautastöð við 230 daga aldur og fara í tilraun þar sem vaxtargeta og fóðurnýting er mæld í 147 daga. Í lok tilraunar eru öll nautin byggingarmæld, ómmæld og þeim gefinn útlitsdómur.

Fyrir hvert kyn eru ákveðin viðmiðunargildi fyrir þá eiginleika sem eru skoðaðir, m.a. hæð, brjóstdýpt, breidd mala og ummál pungs. Sé nautið undir viðmiðum við mælingar er það mælt aftur 14 dögum seinna til að tryggja að hann sé nógu þroskaður fyrir sæðistöku. Naut undir viðmiðum eru tekin úr tilrauninni. Eftir dóm og mælingar á Staur eru sæðinganautin valin en nautin sem ekki fara í sæðistöku eru flest seld á uppboði nema þau sem fá falleinkunn fara í slátrun. Naut sem tekin eru í ræktun þurfa að fá yfir 5 í heildareinkunn og vera innan viðmiða í byggingamælingum. Oft eru það fæturnir á nautunum sem gerir lokaútslagið, en það er lagt mikið upp úr því að fótstaða og halli klaufa séu rétt og nautin hreyfi sig rétt. Annar eiginleiki sem er afar mikilvægur í norska ræktunarstarfinu er skap gripanna. Sýni nautin frávik í skapi, séu ógnandi eða hættuleg í hegðun, eru þau ekki sett í ræktun og ef þau eru hættuleg manninum á nautastöðinni eru þau tekin úr tilrauninni. Það gerist þó afar sjaldan. Séu efasemdir um skap eru nautin atferlisprófuð áður en ákvörðunin er tekin.

Dómsskalinn fyrir útlitsdóm er frá 1-9 en 9 er ekki alltaf besta einkunnin. Fyrir Aberdeen Angus raðast besta einkunn fyrir hvern eiginleika og vægi þess í útreikningum á heildarmati eins og sýnt er í töflunni.

Heimsókn hjá Høystad Angus

Eftir þjálfun RML starfsmanna á Staur var farið með Kristian að dæma ársgömul naut og kvígur hjá Svein Eberhard Østmoe, eiganda Høystad Angus og formanni Norsk Angus félagsins. Svein er mikill ræktunarmaður og hefur verið öflugur í notkun sæðinga og fósturvísa og má rekja nokkur íslensk Angus naut til hans bús.

Aðstaðan á búinu er einföld með heimagerðri rétt og rekstrarhring að einföldum tökubás (Mynd 2). Gripirnir voru greinilega vanir að fara inn í hringinn og voru þeir allir mjög rólegir. Í mínus 20 stiga frosti undir hálfþaki sáu starfsmenn RML um að ómmæla alla 48 gripina en Kristian sá um útlitsdóminn.

Fita og vöðvi eru ekki mæld á staðnum eins og í lambadómum hér á landi, heldur inni á skrifstofu þar sem niðurstaðan er meðaltal tveggja mynda sem tækið geymir fyrir hvern grip. Þegar dómurinn og mælingarnar eru komin inn í skýrsluhaldsforritið er bændum send skýrsla þar sem gripum eru raðað upp eftir niðurstöðunni frá besta til lélegasta. Ekki er einungis raðað upp eftir ómmælingu og útlitsdómi, heldur teknir með margir þættir s.s. kynbótamat fyrir fæðingarþunga, vaxtarhraði og margt fleira. Allar upplýsingar um gripina koma fram og eru í þessari skýrslu sem er svo aðgengileg öllum í skýrsluhaldinu og notuð varðandi sölu og kaup lífdýra. Sé gripurinn ekki hæfur til undaneldis kemur það skýrt fram á blaðinu hans með rauðum stöfum þannig að það fari ekki fram hjá bóndanum þegar hann velur ásetnings- eða sölugripi.

Búfjárdómar á íslenskum Angusgripum

Í framhaldi ferðarinnar til Noregs og þjálfunarinnar sem fór þar fram mun RML bjóða bændum að fá starfsmenn RML til að dæma nautgripi af Angus kyni (minnst 50% Angus). Í fyrstu verður aðeins hægt að fá útlitsdóm á gripum en vonandi verður hægt að bæta við ómmælingum í nánustu framtíð. Gripir þurfa að vera á aldrinum 290- 450 dagar þegar þeir eru dæmdir en gott er að miða við um eins árs aldur. Mikilvægt er að hafa aðstöðu í lagi þannig að umhverfi og aðgengi til að dæma gripina sé öruggt. Dómarar hjá RML eru Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Þau sem hafa áhuga á að fá útlitsdóm á Angus- gripi til að auðvelda val á ásetningi eða sölugripum er bent á að hafa samband við Ditte Clausen (ditte@ rml.is, s: 5165011).

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...