Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Á faglegum nótum 22. mars 2023

Orkuöryggi er mikilvægt

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður.

Orkuöryggi og raforkuöryggi eru tvær greinar á sama meiði. Hvað er forgangsorka?

Orkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að hvers kyns orku, rafmagni, hitaveitu, annarri varmaorku, eldsneyti o.fl., þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Um þetta er kveðið á í orkustefnu, þjóðaröryggisstefnu og lögum. Þessu öryggi getur t.d. verið ógnað af göllum í raforkukerfinu eða slælegu viðhaldi eða úreldingu innviða, skemmdarverkum, náttúruvá eða ófriði.

Mikilvægt er talið að tilteknar lágmarksbirgðir eldsneytis séu ávallt í landinu og þeim dreift á nokkra staði.

Raforkuöryggi

Notendur eiga að hafa aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Notendur í öllum landshlutasamtökum sveitarfélaganna hafa orðið fyrir raforkutruflunum eða tímabundum skorti á raforku á þessari öld enda raforkumál eitt helsta umræðu- og viðfangsefni samfélagsins. Raforkuöryggi varðar bæði framleiðslu og afhendingu raforkunnar, sem og spennuflökt.

Afhendingaröryggi

Flutnings- og dreifikerfi raforku sýnir sig að vera óöruggara en raforkuverin. Það er auðvitað stærra og útbreiddara en virkjanasvæðin og „útsettara“ en þau.

Afhendingaröryggið felst í reglum, aðgerðum, tækni og endurbótum á aðstæðum og mannvirkjum sem miða að því að straumrof, spennusveiflur og hvers kyns rekstrartruflanir á raforkuflutningi verði sem allra minnstar.

Skerðanleg orka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er með fyrirvara í heildsölusamningi. Það varðar mögulega skerðingu af hálfu framleiðandans, t.d. vegna framleiðslubrests og bilana í, eða skemmda á, sjálfu raflínukerfinu eða mannvirkjum þess. Orkufrek iðnfyrirtæki, heildsölufyrirtæki fjarvarmaveitna, fiskiðjur eða sundlaugar eru dæmi um aðila sem geta orðið fyrir skertri afgreiðslu raforku. Raforka seld sem skerðanleg nam rúmum 6.000 GWst (6 TWst) árin 2017 til 2021. Oft ber á að skerðanleg orka er nefnd ótrygg orka.

Forgangsorka

Hugtakið er haft um raforku sem seld er samkvæmt sérsamningi til orkusækinnar starfsemi og hefur forgang við afhendingu komi til orkuskerðinga.

Ein ástæða þess að málmiðjur sækjast eftir slíkum samningum er sú staðreynd að langvinnt straumrof veldur miklum framleiðslutöfum og kostnaði vegna flókinnar gangsetningar framleiðslunnar að nýju.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...