Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í gæðakerfinu Arlagården eiga allir nautgripir að vera hreinir, allt árið.
Í gæðakerfinu Arlagården eiga allir nautgripir að vera hreinir, allt árið.
Á faglegum nótum 13. júní 2023

Gæðavottun kúabúa

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Fyrir nokkrum árum fór af stað á Íslandi einkar áhugavert þróunarverkefni, sem reyndar var svo hætt með, sem sneri að því að setja auknar gæðakröfur á íslensk kúabú, þ.e. meiri kröfur en hið opinbera gerir.

Með þessu var verið að fylgja að hluta til eftir því sem hefur verið að gerast erlendis og þá sérstaklega í norðurhluta Evrópu en fullyrða má að flest kúabúin þar lúti einhvers konar gæðavottunarkerfum.

Þessi kerfi eru mörg og breytileg en eiga það sameiginlegt að þau eru ekki háð opinberum eftirlitsaðilum heldur hefur verið komið á koppinn annaðhvort af afurðafyrirtækjum, vottunarfyrirtækjum eða verslunar- keðjum. Öll þessi kerfi miða að því að efla traust neytenda á gæðum framleiðslunnar og um leið að efla ímynd framleiðslunnar og/eða söluaðila varanna. Nú er meira að segja svo komið að margar erlendar verslunarkeðjur gera kröfu á alla framleiðendur landbúnaðarvara að þeir séu með svona gæðakerfi og ef ekki er um slíkt að ræða þá fá vörurnar einfaldlega ekki hillupláss í verslununum. Ekki er ólíklegt að slíkar kröfur rati einnig einn daginn til Íslands.

Af hverju gæðakerfi?

Það er eðlilegt að spurt sé um tilgang þess að setja upp sérstök kerfi, þegar nú þegar eru til lög og reglugerðir sem varða þær leiðir sem eigendur skepna eiga að fara. Skýringuna er þó að finna í þeirri staðreynd að hið opinbera gerir fyrst og fremst lágmarkskröfur um hitt og þetta, þ.e. að ekki sé gengið skemur en með ákveðnum hætti og þá er oftar en ekki haft að leiðarljósi dýravelferð og matvælaöryggi. Hægt væri að nefna mörg dæmi um þetta en nærtækast fyrir Íslendinga er líklega lágmarks stíustærð hjá hrossum, sem hérlend reglugerð segir að eigi ekki að vera minni en 4 m svo lágmarks dýravelferð sé uppfyllt. Hér er nefnilega talað um lágmarks stærð, þ.e. svo nóg sé gert svo hrossum líði ekki illa, en líklegt má telja að flestir byggi nú stærri aðstöðu en það fyrir hrossin sín svo dæmi sé tekið.

Annað dæmi mætti nefna sem er lyfjaleifar í matvælum. Tilfellið er nefnilega að matvæli mega innihalda örlítið magn mælanlegra lyfja- eða varnarefnaleifa, þ.e. sé „magnið“ innan tiltekinna marka sem yfirvöld segja að sé óskaðlegt neytendum. Það er þó e.t.v. eitthvað sem afurðastöð getur einfaldlega ákveðið að vilja ekki, þrátt fyrir að það megi í raun samkvæmt hinu opinbera.

Þannig hafa sumar verslunarkeðjur, afurðafélög og -fyrirtæki ákveðið að ganga lengra í þeim tilgangi að ná ákveðnu markaðslegu forskoti t.d. á samkeppnisaðilana. Gæðakerfin eru því hluti af ímynd varanna. Nærtækt dæmi er ákvörðun þýsku verslunarkeðjanna Aldi og Lidl sem ákváðu fyrir nokkrum árum að selja eingöngu drykkjarmjólk frá fyrirtækjum sem tryggja að mjólkin komi einungis frá bændum sem hafa ekki notað erfðabreytt fóður. Þessar verslunarkeðjur gengu þarna mun lengra en opinberar kröfur gera í Evrópu og voru einfaldlega að svara ákveðnu kalli frá neytendum í Þýskalandi og náðu um leið samkeppnislegu forskoti á aðra söluaðila mjólkur vegna sérstöðu.

Bændur og fræðimenn höfðu eðlilega sína skoðun á þessu útspili verslunarkeðjanna enda er erfðabreytt korn ódýrara og ekkert sem bendir til þess að slíkt fóður hafi neikvæð áhrif á afurðirnar. Sú staðreynd kom bara þessu máli hreinlega ekki við! Hér voru verslunarkeðjur að marka sér sérstöðu og kölluðu eftir áhugasömum bændum og fyrirtækjum til samstarfs.

Kallinu var svarað og gott betur því neytendur tóku þessu svo vel að fleiri verslunarkeðjur fylgdu í kjölfarið, til að svara samkeppninni. Nú er svo komið að líklega er erfitt fyrir neytendur í raun að fá mjólk frá kúm sem hafa fengið erfðabreytt fóður, a.m.k. í norðurhluta meginlands Evrópu!

Arlagården

Hægt væri að taka dæmi af mörgum ólíkum gæðakerfum fyrir mjólkurframleiðslu en nærtækast er fyrir greinarhöfund að taka fyrir Arlagården®, enda gæðakerfi norður evrópska afurðafélagsins Arla Foods sem hann starfar hjá. Óhætt er að fullyrða að þetta gæðakerfi er eitt það strangasta sem er til í dag í heiminum en kerfið leit fyrst dagsins ljós árið 2005 og var í upphafi einungis notað í Svíþjóð og Danmörku. Kerfinu var komið á til þess að gera sérstöðu þarlendra mjólkurvara aðra og sterkari en innfluttra.

Á þessum árum var mikið sótt inn á þessa markaði með mjólkurvörur annarra landa Evrópusambandsins, enda verðlag hátt í bæði Danmörku og Svíþjóð og því eftirsóknarvert að ná til neytenda þar.

Til þess að svara samkeppninni, en á þessum árum var Arla Foods ekki orðið jafn stórt og öflugt og það er í dag, þá var sem sagt brugðið á það ráð að setja auknar kröfur á herðar þeim kúabændum sem eiga félagið. Bændurnir sjálfir ákváðu sem sagt að setja auknar kröfur á sig sjálfa! Þessar kröfur sneru í fyrstu einungis að mjólkurgæðum, þar sem gengið var lengra en opinberu kröfurnar sögðu til um.

Síðan bættust við fleiri atriði og nær gæðakerfið í dag til allra þátta búskaparins. Þannig ná kröfur Arlagården® nú til mjólkurgæða, dýravelferðar, meðferðar á lyfjum og varnarefnum, umhverfismála, sjálfbærni, ásýndar búa og fleira mætti nefna.

Öll kúabú hjá Arla eru metin árlega af hlutlausum fagaðilum sem starfa ekki hjá Arla. Mynd/Arla

Dæmi um kröfur

Nefna má ótal dæmi um kröfur sem afurðafyrirtæki gera, sem ganga lengra en opinberar kröfur. Þannig er t.d. ekki skylda í öllum löndum að setja kýr út á sumrin, en þrátt fyrir það setja sum afurðafyrirtæki það sem skyldu.

Þá eru t.d. flest lönd með kröfu um ákveðið lágmarksrými í m2 á hvern grip en afurðafyrirtækin geta hæglega ákveðið að ganga lengra og
krefjast aukins rýmis.

Varðandi ímynd framleiðslunnar gera sum fyrirtæki t.d. kröfu um að allri gripir séu tandurhreinir öllum stundum. Þannig fá bændur frávik frá gæðaúttekt ef t.d. óhrein læri á gripum finnast í fjósum þeirra.
Einnig, séð frá nærliggjandi vegi, gera sumar afurðastöðvar kröfu um að kúabúið beri með sér það yfirbragð og ásýnd að þarna sé stunduð matvælaframleiðsla í fyrsta flokki.

Fleiri dæmi má nefna eins og að ekki megi finnast hárlausir blettir á kúm, svo sem vegna nudds eða legu. Að allir básar eigi að vera þurrir og með undirburði. Að enginn nautgripur megi liggja á rimlum óháð aldri. Að mjólkurgæðin eigi að vera helmingi betri en opinberar kröfur segja til um. Að allar klaufir séu vel hirtar. Að allir nautgripir geti valið úr a.m.k. tveimur stöðum til að drekka o.s.frv.

Valfrjálst í upphafi

Í fyrstu, þegar Arlagården® gæðakerfinu var komið á koppinn, gátu bændur valið að taka þátt og fengu þeir þá bónusgreiðslu ef þeir stóðust gæðakröfurnar.

Jafnt og þétt jókst þátttakan í kerfinu, enda eftir töluverðum fjármunum að slægjast, og svo kom að því að stjórn félagsins ákvað einfaldlega að allir þyrftu að uppfylla kröfurnar og var þar með gæðaálagið fjarlægt í raun þ.e. allir fengu þar með fyrrgreindan bónus. Þeir sem ekki treystu sér til að uppfylla gæðakröfurnar urðu hreinlega að hætta búskap eða finna sér annan kaupanda að mjólkinni, þrátt fyrir að vera mögulega með framleiðsluleyfi þarlendra matvælastofnana.

Reyndar er það svo í Danmörku að vegna stærðar Arla þar í landi er félagið með svokallaða kaupskyldu á mjólk, þ.e. verður að taka við allri umframmjólk frá öðrum á markaðinum. Þannig geta aðrar afurðastöðvar keypt mjólk af kúabændum, en ef þær fá einn daginn of mikið af mjólk inn þá geta þær skilað umframmagninu til Arla! Það gátu þær a.m.k. þar til krafan um Arlagården® var sett á öll bú innan Arla. Þá gat Arla hafnað mjólkinni á þeim forsendum að hún uppfyllti ekki kröfur félagsins. Það tók því ekki langan tíma fyrir alla kaupendur á mjólk í Danmörku að setja á gæðakerfi.

Í dag er það svo að flest afurðafélög í Evrópu hafa tekið upp gæðakerfi og hafa þar með fylgt í fótspor Arla.

Framtíðin?

Fyrsta atrenna að gæðakerfi fyrir kúabú á Íslandi gekk ekki upp, en það er brýn ástæða til að halda áfram. Gæðakerfin eru komin til að vera í mjólkurframleiðslu heimsins og kröfurnar fara nánast vaxandi ár frá ári, enda orðið hluti af markaðsstarfi fyrirtækja sem selja mjólkurvörur víða um heim.

Í dag geta t.d. félög eins og Arla og fleiri félög og fyrirtæki sem eru á alþjóðlegum markaði, gefið neytendum ákveðna tryggingu fyrir því að ef þeir kaupa vörur fyrirtækjanna þá eru neytendurnir að stuðla að aukinni dýravelferð, ábyrgri lyfjameðferð, sjálfbærni o.fl. mætti nefna. Þetta er einfaldlega staðreynd sem þarf að horfast í augu við, og takast á við, áður en erlendar mjólkurafurðir ná hér fótfestu á grunni gæðakerfa sem skáka hraustlega lágmarkskröfum hins opinbera á Íslandi.

Skylt efni: Gæðavottun kúabúa

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Oddgeirshólar
29. ágúst 2019

Oddgeirshólar

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás
29. september 2021

Kynbætt rautt birkiyrki í útrás