Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Þórhildur Ólafsdóttir.
Þórhildur Ólafsdóttir.
Menning 27. nóvember 2023

„... hvernig fer maður að því að ráða við sorgina?“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þórhildur Ólafsdóttir fæddist á Hvammstanga árið 1953, nam franskar bókmenntir og málvísindi í Frakklandi og er doktor frá Orléans- háskóla. Síðar var hún lektor og dósent í frönsku við Háskóla Íslands. Frá árinu 1988 hefur Þórhildur búið í Strasbourg í Frakklandi þar sem hún í um kvartöld stjórnaði og starfaði í ýmsum deildum Evrópuráðsins sem viðkoma m.a. jafnréttismálum, mannréttindum, lýðræðiskennslu og æskulýðsmálum.

Hún sendi frá sér bókina Efndir árið 2021. Þar sest sögupersónan, sveitastúlkan Elísabet, að á yfirgefnu býli foreldra sinna á norðlensku nesi (Vatnsnesi?), eftir margra ára búsetu í Frakklandi. Svipir fortíðar sækja þar að henni, formæður og forfeður birtast henni ljóslifandi og gamlir búskaparhættir speglast inn í söguna.

Þórhildur er einnig höfundur ljóðabókarinnar Spegilflísa (Skriða, 2020) og þýddi úr tyrknesku bókina Memed mjói e. Yashar Kemal (MM, 1985). Birst hafa eftir hana ljóð í Tímariti MM og smásögur þýddar úr tyrknesku og frönsku í tímaritum auk þess sem hún gerði nokkra útvarpsþætti um franskar bókmenntir.

„... Hún kom kjagandi með þvott í bala, það rauk af heitum þvottinum og ég sá að hún var svolítið þreytt og ergelsisleg á svipinn, balinn var áreiðanlega of þungur fyrir hana. ... Langamma fór strax að skola sápuna úr heita þvottinum, dengdi þvottinum út í hylinn og velti honum þar fram og aftur svo sápan rann niður lækinn. Ég settist og horfði á hana skola æfðum höndum, hlustaði á skvampið í læknum þegar hún velti hvítum lökum og sængurverum í hylnum, sá að hendur hennar voru orðnar rauðar af kuldanum eða kannski af heitu vatninu sem hún var að þvo lökin úr rétt áður. Það var ró yfir langömmu, í þessu húmi, þetta lognmjúka kvöld, kannski var hún að nota tímann og kyrrðina þegar allir voru sofnaðir, ég leit heim að bænum og sá að hann var horfinn og gamli bærinn sem ég hafði aldrei séð nema á mynd kominn í hans stað, fjórir stafnar hans vísuðu í suður og allt var svo hljótt. „Langamma“ missti ég út úr mér áður en ég vissi af, „hvernig fer maður að því að ráða við sorgina?...“. (bls. 57)

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...