Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur.
Tónleikar hljómsveitarinnar GÓSS í veðurblíðu og sæld Þórsmerkur.
Menning 6. júlí 2023

Viðburðadagatal - Frá og með 6.–20. júlí

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir
Austurland & Austfirðir

6.–9. júlí Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð á Stöðvarfirði. Mikið fjör og húllumhæ, Íslandsmótið í bubblubolta, Pallaball, hoppukastalar, grill, froðubraut, golf, Vísunda Villi, Jógaganga, Stebbi Jak & Hafþór Valur stíga á svið o.m.fl.

Norðurland & Norðausturland

5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði býður upp á: Flamenco tónleika Tríós Reynis Haukssonar, Ólína Ákadóttir leikur píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar og grísku systkinin Rena, Alex og George Rasoulis halda námskeið í grískum þjóðdönsum svo eitthvað sé nefnt.

7.–8. júlí Hríseyjarhátíðin, fjölskylduvæn dagskrá: Garðakaffið, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins, ratleikur, hópakstur traktora, kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er von á Sigga Gunnars, Benedikt búálfi, Dídí mannabarni, Kalla Örvars, Stúlla o.fl

Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland

6.–9. júlí Fjölskylduhátíð Kótelettunar á Selfossi

3.–9. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja á hálfrar aldar afmæli þetta árið, en gosi lauk í byrjun júlí árið 1973.

7.–9. júlí Flughátíðin Allt sem flýgur, flugvellinum á Hellu. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Því er stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu, grillveisla laugardagskvöld, kvöldvaka og hljómsveit.

8. júlí Hljómsveitin Góss stígur á svið í Básum, Goðalandi
(Þórsmörk), laugardagskvöldið 8. júlí, um kl. 20.

Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir

7.– 9. júlí Sumarhátíð ÍslandRover. Haldin í sælureitnum Árbliki í Dölunum. Grill, ferðir, happdrætti, leikir o.fl.

8. júlí Kolrassa krókríðandi heldur tónleika. Tónleikarnir verða haldnir á Vagninum, Flateyri og munu hljómsveitameðlimir rokka og róla þar til Vagninn tekur af stað!

14.–16. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Fjölskylduhátíð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, sjá nánar bls. 38.

Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...