Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Markmið safnsins er að bjóða upp á margþætta upplifun þar sem beinagrindum er stillt upp í mikilli nálægð við gesti.
Markmið safnsins er að bjóða upp á margþætta upplifun þar sem beinagrindum er stillt upp í mikilli nálægð við gesti.
Menning 9. maí 2024

Velkomin í Hvalasafnið

Höfundur: Eva Björk Káradóttir, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík.

Hvalasafnið á Húsavík er einstakt safn sem leggur metnað í fjölbreyttar sýningar sem tileinkaðar eru hvölum og veröld þeirra.

Safnið er vel staðsett í hjarta bæjarins ofan við bátahöfnina, sem iðar af lífi yfir sumarmánuðina. Húsavík, sem er rómuð sem hvalahöfuðborg Íslands, er eftirsóttur áfangastaður af ferðalöngum sem vilja upplifa einstaka náttúrufegurð, dýralíf og rómantíska sjávarþorpsstemningu.

gegnum miklar breytingar á undanförnum árum þar sem allar sýningar hafa verið endurnýjaðar á metnaðarfullan hátt. Húsnæði safnsins, sem var byggt undir starfsemi sláturhúss, hefur einnig gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hýsir nú, auk safnsins, frumkvöðla- og þekkingarsetrið Stéttina.

Markmið safnsins er að bjóða upp á margþætta upplifun þar sem tilkomumiklum beinagrindum er stillt upp í mikilli nálægð við gesti sem geta auðveldega samsamað sig við þessi mögnuðu sjávarspendýr. Safnið er ekki einungis náttúrugripasafn heldur státar það af fjölbreyttum sýningum þar sem líffræði, sögu og list er ofið saman á skapandi hátt.

Á Hvalasafninu eru til sýningar 13 beinagrindur af hvölum úr Norður- Atlantshafi. Ein merkasta perla safnsins er beinagrind sem tilheyrði 25 metra langri steypireyðskú sem rak á land við Ásbrú á Skaga árið 2010. Fleiri sjaldgæfar beinagrindur eru til sýnis á safninu á borð við náhval með ævintýralega langa tönn sem var í fornri tíð seld dýrum dómum sem einhyrningshorn. Þá má sjá tegundir sem vanalega sjást ekki nálægt landi, eins og skugganefja sem getur kafað dýpra en nokkuð annað spendýr. Fleiri stórhveli eru einnig til sýnis og má þar nefna búrhval og hnúfubak auk fleiri tegunda.

Hvalasafnið er lifandi safn þar sem reglulega er boðið upp á nýjar sýningar og viðburði.

Þann 25. maí opnar ný listasýning, Arctic Creatures, sem mun standa út sumarið og í september tekur við ný tilkomumikil listasýning sem kallast Sjávarblámi.

Hvalaráðstefna safnsins verður haldin í níunda sinn þann 13. júní. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur þar sem rannsóknarnemar í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands kynna rannsóknir sem þeir vinna að í Skjálfandaflóa auk þess sem aðrir sérfræðingar koma til að fjalla um viðfangsefni sem tengjast hvölum, hvalnytjum og rannsóknum.

Dagana 19. og 20. júlí fer fram kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík þar sem sýndar verða fjölbreyttar kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um viðfangsefni sem tengjast hafinu með einum eða öðrum hætti.

Safnið er opið daglega, allt árið um kring. Aðgangur að safninu kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn upp að 16 ára aldri sem eru í fylgd forráðamanns. Hægt er að kaupa aðgöngumiða í afgreiðslu og á heimasíðu safnsins.

Heimsókn í Hvalasafnið á Húsavík er frábær upplifun sem veitir heillandi innsýn í veröld sem er okkur hulin, en tengist okkur á marga vegu, hvort heldur sem er í gegnum sögu eða samvist okkar á Jörðinni. Verið velkomin í Hvalasafnið.

Skylt efni: Hvalasafnið

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Fjögur þúsund Októberstjörnur
Líf og starf 10. október 2024

Fjögur þúsund Októberstjörnur

Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu ...