Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Af sviði Leikfélags Reykjavíkur árið 1937, verkið „Gervimenn“ eftir rithöfundinn Karel Capek. Tæpum tuttugu árum áður kynnti hann leikrit sitt Rossumovi univerzální roboti, R.U.R. (Rossum's Universal Robots), þar sem orðið robot kom fyrst fram sem lýsing á vélmenni.
Af sviði Leikfélags Reykjavíkur árið 1937, verkið „Gervimenn“ eftir rithöfundinn Karel Capek. Tæpum tuttugu árum áður kynnti hann leikrit sitt Rossumovi univerzální roboti, R.U.R. (Rossum's Universal Robots), þar sem orðið robot kom fyrst fram sem lýsing á vélmenni.
Menning 18. janúar 2024

Vanhagar þig um álfaeyru?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Allmörgum þykir skemmtilegt að fara í gervi og mikill metnaður oft settur í slíkt. Er gaman að sjá hina ýmsu búninga, bæði innan landsteinanna og utan.

Nú ber öskudaginn þetta árið upp á sama dag og heilagur Valentínus er talinn skjóta örvum sínum í allar áttir, eða 14. febrúar. Það er því ekki seinna vænna en að velta því fyrir sér fyrir aftan hvaða grímu er hægast að fela sig, eða í hvaða gervi er skemmtilegast að birtast öðrum.

Bak við grímuna

Gervi og leikbúningar geta verið af ýmsum toga, en fyrir nákvæmlega áttatíu og sjö árum var sett á svið leikritið Gervimenn eftir tékkneska rithöfundinn Karel Capek. Þar voru gervi leikara tekin skrefinu lengra en leikritið fjallaði um framleiðslu gervifólks.

Leikfélag Reykjavíkur tók sér það fyrir hendur að sýna verkið, en í 21. tölublaði Fálkans frá árinu 1937 er lýsingin svo: „Naprari ádeila á vjelamenninguna mun tæplega til en sú, sem frelsi í leik þeim, er Leikfjelag Reykjavíkur tók til sýningar í vikunni sem leið. Leikurinn gerist á árunum 1970–80, en þá er svo komið framförum mannkynsins, að tekist hefir móti að gera mannsköpun að verksmiðjuiðnaði.“

Fjallar leikritið þannig um gerð gervimanna, framleiðslan um 15.000 manns á dag, en einnig kemur fram að efnafræðingur verksmiðjunnar hefur af misgáningi gert einn gervimanninn þannig úr garði, að með honum vakna mannlegar tilfinningar. Gerist sá foringi gervimannanna, fær þá til að gera uppreisn gegn sköpurum sínum og drepa alla nema einn.

Gervimennirnir sjálfir geta ekki skapað, eða framleitt sína líka, en bera þann eiginleika að geta tortímt mannkyninu eins og það leggur sig. Lítur út fyrir að heimsauðn sé í kortunum, en á síðustu stundu lætur höfundur þó málið leysast á óvæntan hátt.

BÍL, samtök áhugaleikfélaga á Íslandi, bjóða upp á ýmislegt til gervagerðar í verslun sinni, allt frá augnblóði til bókmennta um andlitsmálningu.

Þörf ádeila og leikur töfrandi

Búningarnir voru ekki endilega þeir sem vöktu hvað mesta athygli heldur sterkur leikur leikaranna. Voru þeir þónokkrir á sviðinu og þóttu helstu leikarar þessa tíma, Indriði Waage og Emilía Borg gera ógleymanlegar persónur á sviðinu. Bent
er á í greininni að Valur Gíslason, í hlutverki mannlega gervimannsins „... sé að
mörgu leyti sjerkennilegasta persónan í leiknum... og frá byrjun fylgir áhorfandinn Ragnari Kvaran, í hlutverki Alquists verkstjóra, sem i eftirmálanum verður þungamiðja leiksins. Er túlkun hans á hlutverkinu í þeim þætti ógleymanlega töfrandi.“

Verkið var hlaðið lofi víða um heim og talið eiga erindi til allra sem leitast við að skilja samband orsakar og afleiðingar. „Leikurinn er þörf ádrepa og eftirminnileg og íhugunarverð nú á vjelaöldinni, þegar allra augu mæna á það vjelræna, svo að þeim gleymist, að hið sálræna á nokkurn rjett á sjer.“

Heimur gervigreindar stækkar óðum

Þó tæp níutíu ár séu liðin síðan leikritið var fyrst sett upp er ekki frá því að nútímamaðurinn geti sett sig í spor áhorfenda þess tíma, enda er umfjöllun um hönnun og framleiðslu gervigreindar í sókn þessi misserin og ef til vill ekki langt að bíða þess að mannfólk verði í minnihluta.

Á vefsíðu Háskóla Íslands kemur fram eftirfarandi lýsing: „Gervigreind, eða Artificial Intelligence (AI), er tækni sem getur líkt eftir mannlegri greind, þjálfuð til að læra, túlka og vinna að verkefnum sem yfirleitt krefjast mannlegrar hugsunar.“

En á skemmtilegri nótunum. Búningagerð og samsetningur gerva getur verið hin mesta skemmtun og ef til vill vita áhugasamir ekki af sérverslun áhugaleikhúsanna sem þó er opin almenningi.

Þar er m.a. boðið upp á úrval varnings á borð við gerviaugu í mörgum litum, linsur, förðunarvörur af öllu heimsins tagi, m.a. efni sem framkallar hrukkur og annað fyrir brunasár. Latexeyru, bæði álfa og manna, trúðanef, nefkítti og fyrir þá sem vilja fara alla leið er boðið upp á heilu settin fyrir hina ýmsu persónuskapanir, hvorki meira né minna en þrjár gerðir af „sárasettum“ auk augnblóðs ... svona svo eitthvað sé nefnt.

Auk ofantalins er þar ýmislegt annað sem tengist leikhúsi, kvik- myndum o.s.frv. enda gaman að skoða vefverslunina á síðu áhugaleikhús- anna, leiklist.is/shop, eða gera sér ferð í verslunina á Kleppsmýrarvegi 8 á milli kl. 9–13.

Skylt efni: leiklist

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...