Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Mynd / Aðsendar
Menning 5. febrúar 2024

Vagga flugs á Íslandi

Höfundur: Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri.

Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli er einstakt safn á landsvísu. Safnið er eina viðurkennda safnið á landinu sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Fjölmargir skólahópar heimsækja Flugsafnið ár hvert.

Í safnkosti þess er að finna marga gersemina og eru safngripirnir af ýmsum stærðum og gerðum. Á sýningu þess má m.a. finna stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, DC-3 landgræðsluvélina Pál Sveinsson, björgunarþyrluna TF-SIF sem bjargaði ófáum mannslífum, og sjúkraflugvél Björns Pálssonar, TF-HIS.

Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í íslensku flugi. Sett var upp sýning um það flug á síðasta ári en til þess hlaut safnið styrk úr Safnasjóði. Auk TF-HIS og TF-SIF er björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN varðveitt í safninu og á þessu ári mun björgunarþyrlan TF-LIF bætast í safnkost Flugsafnsins.

Á hverju ári eru settar upp sérsýningar og í ár verða þær tvær. Sú fyrri verður sett upp í tilefni af 80 ára afmæli flugfélagsins Loftleiða, en það var stofnað af flugmönnunum og frumkvöðlunum Alfreð Elíassyni, Kristni Olsen og Sigurði Ólafssyni 10. mars 1944. Sýningin verður unnin í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Seinni sýningin verður tileinkuð þeim merku tímamótum að 100 ár verða liðin frá því að flugvél kom fljúgandi til Íslands í fyrsta sinn. Það var þann 2. ágúst 1924 að hnattflugssveit bandaríska hersins lenti á Hornafirði, á flugvél af gerðinni Douglas World Cruiser.

Landgræðsluvélin Páll Sveinsson, eða „Þristurinn“ eins og flugvélin er oft kölluð, er varðveitt í Flugsafni Íslands.

Flugdagur Flugsafns Íslands er haldinn árlega í samstarfi við flugsamfélagið á Akureyri og Isavia. Leitast er við að kynna almenningi flug í sinni fjölbreyttustu mynd og verður Flugdagurinn haldinn laugardaginn 22. júní í ár. Flugsafnið og Icelandair vinna saman að því að koma hluta af Boeing 757 þotu fyrir á norðurvegg safnsins, og verður um nokkurs konar flugvélaviðbyggingu að ræða, þar sem innangengt verður í flugvélarhlutann og saga Icelandair sögð um borð í þotunni. Unnið er að hönnun og standa vonir til að hægt verði að hefja verkið á vormánuðum en flugvélarhlutanum var ekið norður í lok október sl.

Í upphafi árs hófu flugvirkjanemar Tækniskólans verknám sitt í safninu. Flugsafnið og Tækniskólinn hafa átt í afar farsælu samstarfi frá árinu 2013 og er árgangurinn sem nú er við nám í safninu sá tíundi í röðinni. Flugvirkjanámið stendur til 1. mars en safnið er sem áður opið á laugardögum kl. 13-16 og eftir samkomulagi. Aðsókn að Flugsafninu hefur farið vaxandi undanfarin ár og heimsóttu 12.500 gestir safnið á síðastliðnu ári.

Sumaropnun Flugsafnsins tekur gildi 15. maí og er safnið þá opið daglega kl. 11-17. Fram að sumaropnun sinna starfsmenn og hollvinir safnsins ýmsum verkefnum, s.s. skráningu, rannsóknum, viðhaldi, uppsetningu sýninga, og móttöku skólahópa og almennra safngesta. Opnunartími safnsins er lengdur í vetrarfríi og páskafríi grunnskólanna og er auglýstur sérstaklega á heimasíðu og samfélagsmiðlum safnsins.

Flugsafn Íslands óskar lesendum Bændablaðsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og vonast til að sem flest leggi leið sína á safnið á árinu.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Lómur
Líf og starf 9. október 2024

Lómur

Lómur er náskyldur himbrimanum. Þeir eru báðir af brúsaætt og eru þeir einu tvei...

Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er...

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Líf og starf 8. október 2024

Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum

Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.

Mikil spenna í úrslitaleiknum
Líf og starf 8. október 2024

Mikil spenna í úrslitaleiknum

Undanúrslit og úrslit Bikarkeppni BSÍ árið 2024 fóru fram um síðustu helgi í höf...

Nýting náttúruauðlindanna
Líf og starf 7. október 2024

Nýting náttúruauðlindanna

Í aldanna rás hafa Íslendingar lært að nýta ríkar náttúruauðlindir landsins til ...

Lindifura út úr kú
Líf og starf 7. október 2024

Lindifura út úr kú

Skógarsúkkulaði með lindifuruolíu er nýlunda á íslenskum súkkulaðimarkaði.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir