Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Jólaævintýri Hugleiks sem var fyrst sett á svið árið 2005.
Frá Jólaævintýri Hugleiks sem var fyrst sett á svið árið 2005.
Menning 4. október 2023

Stórafmælisveisla!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Elsti starfandi áhugaleikhópur Reykjavíkur, sem ber hið skemmtilega nafn Hugleikur, fagnar nú fertugasta afmæli sínu og má nærri geta að mikið verður um hátíðahöld.

Hefur leikhópurinn þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að þau verk sem fara á svið eru nær öll samin af meðlimum félagsins, auk þess sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki sprottið úr íslensku þjóðlífi.

Á hugleikskan máta

Gaman er því að segja frá því að mörg leikrit félagsmanna hafa verið tekin til sýninga hjá öðrum áhugaleikfélögum um land allt.

Leikhópur Hugleiks hefur reynt að þróa sérstakan stíl innan sinna vébanda sem nefndur hefur verið hugleikskur leikmáti eða bara hugleikska – en þó hefur þótt erfiðleikum bundið að skilgreina
þann ritstíl og leikmáta. Samkvæmt vefsíðu félagsins kemur fram að skilgreiningin felist í „togstreitu milli hefðar og nýsköpunar eða skerspennum milli nútímalegra spunakenninga og húmanískra leiklausna“.

Vitnað er í sögu þjóðarinnar, þjóðsagnaarfinn og gullaldarbókmenntirnar, en einnig stinga nútímalegri verk upp kollinum af og til. Tugir leikrita í fullri lengd og hundruð stuttverka standa eftir hópinn en auk áherslu á íslensk, frumsamin verk hefur söngur og tónlist jafnan sett svip sinn á sýningarnar.

Jólaævintýri Hugleiks

Nýverið hófst samlestur á ævintýrinu sem allir þekkja, Jólaævintýri Hugleiks, sem fyrst fór á fjalirnar árið 2005, en er um afar viðamikla
og skemmtilega uppfærslu að ræða. Byggir söguþráðurinn á hinu vel kunna Jólaævintýri Dickens, en sögusvið þeirra Hugleikara er íslenska sveitin. Þar sjáum við Ebenezer, gamla skrögginn, nú kominn inn í íslenska nítjándu aldar baðstofu, Tommi litli leikur sér að legg og skel og draugarnir þrír eru íslenskar skottur og mórar. Og þrátt fyrir dramatískan undirtón sögunnar bregða leikararnir ekki út af vananum, enda þekktir fyrir að ærslast með efniviðinn og gera hann að sínum.

Höfundar eru þau Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Sigrún Óskarsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason en Jólaævintýrinu í ár leikstýrir Gunnar Björn Guðmundsson.

Sýnt verður sunnudagana 10. og 17. desember, báða daga klukkan 16 og svo 20.

Miðasölu er að finna á Tix (www.tix.is), og rétt er að taka fram að sýnt verður í Gamla bíói og því ekki við öðru að búast en að stemingin verði sérstaklega jólaleg og falleg.

Skylt efni: Hugleikur

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f