Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Daníel Daníelsson segist hafa að markmiði að skapa augnablik sem geti breytt lífi fólks.
Daníel Daníelsson segist hafa að markmiði að skapa augnablik sem geti breytt lífi fólks.
Mynd / Aðsend
Menning 11. júlí 2023

Skáldskapur við öll tækifæri

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á dögunum birtist í Bændablaðinu smáauglýsing þar sem tækifærisskáld bauð fram krafta sína.

Smáauglýsingin sem vakti athygli.

Var boðin þjónusta við samningu ljóða, sönglaga, níðvísna og annarra texta. Vettvangurinn gæti verið til dæmis brúðkaup, skírnir, skilnaðarpartí, afmæli eða bara stofuveggurinn.

Þegar grennslast var fyrir um manninn á bak við auglýsinguna kom í ljós að þar var á ferðinni Daníel Daníelsson frá Stykkishólmi, sem einnig ólst upp á Kirkjubæjarklaustri og Selfossi en er nú háskólanemi í Reykjavík

„Ég var einn af þeim útvöldu sem komust inn í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands fyrir tveimur árum og nú þegar útskrift nálgast er mikil áskorun fólgin í því að verða sér úti um verkefni sem miða að ritstörfum,“ segir Daníel. „Ég er búinn að vinna mig upp á hnefanum, flutti í borgina fyrir háskólagráðu og prófaði að feta launþegabrautina, draum sem var í raun tálsýn og breyttist fljótlega í martröð. Níu til fimm er ekki fyrir háfleyga, ég sé það í dag.“

Hann segist því reyna að sækja tækifærin í stað þess að bíða eftir þeim, nýkominn úr fæðingarorlofi. „Svo ef fólk vill ástarbréf, ljóð, vísur, barnasögur, smásögur eða söngtexta fyrir afa sinn eða systur eða besta vin eða yfirmann eða undirsáta eða fyrrverandi, þá veit fólk hvert það getur leitað fyrir öðruvísi gjöf. Og auðvitað er prís á vinnuna.“

Daníel var fyrr í vor meðhöfundur að bókinni Best fyrir með söguna Þessi saga er mín upplifun. Seinna á árinu er áætluð útgáfa ljóða- bókarinnar Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands. Um hvers vegna hann kaus að auglýsa í Bændablaðinu segir hann að án fjölbreyttra verkefna til að spreyta sig á geti hann lítið þróast sem skáld.

Hann hefur fengið einhver viðbrögð við auglýsingu sinni. „Fólk er varfærið þegar skáld ber að garði og ég skil vel að flest kaupi bara bók í Bónus fyrir jólin handa sínum nánustu – ég var þar fyrir ekki svo löngu. Ég legg áherslu á að list er list, hana má gagnrýna en ritskoðun kaupenda finnst mér vafasöm, svo það sé á hreinu. Pöntun hjá skáldi er alltaf hættuspil!“

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...