Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skáldaraunir Hákonar
Menning 6. júní 2023

Skáldaraunir Hákonar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Hákoni Aðalsteinssyni, skáldi og skógarbónda í Fljótsdal. Hann fæddist árið 1935 í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og lést 2009.

Hákon Aðalsteinsson skáldbóndi, 1935-2009.

Hákon var landsþekktur hagyrðingur og skáld og sendi frá sér sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar fór Hákon til Noregs og flutti konungi drápu til varnar náttúru Íslands, sem honum var mjög kær. Sigurdór Sigurdórsson skráði æviminningar hans 1997. Hákon segir í formála að ljóðinu Skáldaraunum, sem birtist í ljóðabók hans Bjallkollu* 1993, að fyrir þann sem langi til að verða skáld sé nauðsynlegt að velja sér réttan vettvang til að yrkja á. „Eins og kvæðið ber með sér er sýnilegt að það er ekki samið á réttum stað,“ segir hann og klykkir út með að „skyldu menn ætíð gæta að umhverfi sínu og félagsskap áður en þeir reyna að skapa gullkorn í íslenskar bókmenntir.“

Skáldaraunir

Glitra daggir glampa vogar
gullnum bjarma slær á hafið
í mildum skýjum morgunn logar
merlar fagurt litatrafið.
Sólin dreifir ljúfu ljósi
logagyllir fjallakórinn
aleinn staddur úti í fjósi
er ég nú að moka flórinn.

Þetta er fagur dýrðardagur
drottni verður hann til sóma
heyrist söngur fugla fagur
flugur svífa milli blóma
lifnar allt í laut og bala
litir skýrast móa og túna
beljusvínið blautum hala
barði mig á kjaftinn núna.

Upp til heiða fuglar fljúga
fyllist loftið vængjaþytnum
augun varla ætla að trúa
ægifögrum morgunlitnum
breiðir úr sér gróður gjöfull
gott er nú við heimskautsbauginn.
Nú fór illa dauði og djöfull
þar datt ég beint í skítahauginn.

*Bjallkolla er ávalur hryggur syðst á Þrívörðuhálsi, sem er austan við Sænautavatn í N-Múlasýslu.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...