Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Skáldaraunir Hákonar
Menning 6. júní 2023

Skáldaraunir Hákonar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Hákoni Aðalsteinssyni, skáldi og skógarbónda í Fljótsdal. Hann fæddist árið 1935 í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og lést 2009.

Hákon Aðalsteinsson skáldbóndi, 1935-2009.

Hákon var landsþekktur hagyrðingur og skáld og sendi frá sér sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar fór Hákon til Noregs og flutti konungi drápu til varnar náttúru Íslands, sem honum var mjög kær. Sigurdór Sigurdórsson skráði æviminningar hans 1997. Hákon segir í formála að ljóðinu Skáldaraunum, sem birtist í ljóðabók hans Bjallkollu* 1993, að fyrir þann sem langi til að verða skáld sé nauðsynlegt að velja sér réttan vettvang til að yrkja á. „Eins og kvæðið ber með sér er sýnilegt að það er ekki samið á réttum stað,“ segir hann og klykkir út með að „skyldu menn ætíð gæta að umhverfi sínu og félagsskap áður en þeir reyna að skapa gullkorn í íslenskar bókmenntir.“

Skáldaraunir

Glitra daggir glampa vogar
gullnum bjarma slær á hafið
í mildum skýjum morgunn logar
merlar fagurt litatrafið.
Sólin dreifir ljúfu ljósi
logagyllir fjallakórinn
aleinn staddur úti í fjósi
er ég nú að moka flórinn.

Þetta er fagur dýrðardagur
drottni verður hann til sóma
heyrist söngur fugla fagur
flugur svífa milli blóma
lifnar allt í laut og bala
litir skýrast móa og túna
beljusvínið blautum hala
barði mig á kjaftinn núna.

Upp til heiða fuglar fljúga
fyllist loftið vængjaþytnum
augun varla ætla að trúa
ægifögrum morgunlitnum
breiðir úr sér gróður gjöfull
gott er nú við heimskautsbauginn.
Nú fór illa dauði og djöfull
þar datt ég beint í skítahauginn.

*Bjallkolla er ávalur hryggur syðst á Þrívörðuhálsi, sem er austan við Sænautavatn í N-Múlasýslu.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...