Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það er líf og fjör á fjölunum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja með formanninn Albert í hlutverki hins ástsæla Frank-N-Further, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Árna Þorleifsson sem parið Brad & Janet auk Arnars Gauta Egilssonar sem Rocky – svo upp séu talin nokkur aðalhlutverkin. Til viðbótar við líflega leikara er svo hljómsveitin svo afar vel mönnuð ...!
Það er líf og fjör á fjölunum hjá Leikfélagi Vestmannaeyja með formanninn Albert í hlutverki hins ástsæla Frank-N-Further, Valgerði Elínu Sigmarsdóttur og Árna Þorleifsson sem parið Brad & Janet auk Arnars Gauta Egilssonar sem Rocky – svo upp séu talin nokkur aðalhlutverkin. Til viðbótar við líflega leikara er svo hljómsveitin svo afar vel mönnuð ...!
Menning 3. apríl 2023

Rocky Horror

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Flestir ættu að kannast við klassíska söngleikinn Rocky Horror sem hefur farið sigurför um heiminn eftir frumsýningu sína í Royal Court leikhúsi Lundúnaborgar árið 1973.

Um ræðir tímamótaverk sem hefur bæði komið við á sviði og hvíta tjaldinu auk þess sem mörg laganna eru vel þekkt og vinsæl. Er höfundurinn Richard O‘Brian nú um áttrætt, en að sögn hefði hann ekki órað fyrir þeim vinsældum sem skrif hans ollu. Í þessum sígilda söngleik lendir kærustuparið Brad og Janet í ógöngum í ofsaveðri, en svo vill til að dekk springur á bílnum þeirra. Þau ganga fram á gamlan kastala þar sem þau leita skjóls og beiðast ásjár heimamanna. Þar ræður ríkjum klæðskiptingurinn Frank-N-Furter og fylgifiskar hans sem eru hver öðrum litríkari. Margir þekkja sköpunarverk hans, „Rocky“, yfirþjóninn Riff-Raff (sem Richard O‘ Brian sjálfur leikur í kvikmyndinni „The Rocky Horror Picture Show“), systur hans, þjónustustúlkuna Magenta, grúppíuna Columbiu og kærasta hennar, Eddie (sem var leikinn af söngvaranum Meat Loaf í kvikmyndinni).

Heldur gengur þessi hópur fram af unga parinu sem þó glatar sakleysi sínu smátt og smátt enda freistingarnar fleiri en góðu hófi gegnir. Boðskapur verksins er þó að nokkru leyti sá að allir ættu að mega vera eins og þeir kjósa, helst án þess að hljóta bágt fyrir. Þetta er líflegur og afar skemmtilegur söngleikur í höndum leikstjórans Árna Grétars Jóhannssonar.

Sýnt verður á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum, miðasala fer fram á staðnum og eru áætlaðar tólf sýningar – frumsýningin þann 6. apríl kl. 20.00. Daginn eftir verður sýnt bæði klukkan 19 & 22, en er seinni sýningin svokölluð „POWER“-sýning þar sem leikarar setja sprengikraft í leik sinn á sviðinu og má búast við sannkallaðri flugeldasýningu.

Frekari sýningar eru svo frá 14.-30. apríl, en upplýsingar varðandi þær má fá í síma 868 2139.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...