Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Leikhópurinn ásamt Valgeiri Skagfjörð leikstjóra.
Leikhópurinn ásamt Valgeiri Skagfjörð leikstjóra.
Mynd / Aðsend
Menning 30. apríl 2024

Litla hryllingsbúðin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú hefur eitt elsta áhugamannaleikfélag á landinu, Leikfélag Sauðárkróks, ákveðið að setja upp söngleikinn sívinsæla, Litlu hryllingsbúðina.

Leikfélagið, sem var stofnað þann 13. apríl 1888, hefur yfir árin haldið nokkuð góðum velli, frumflutt sýningar af öllu tagi og helst tvær árlega. Samkvæmt hefð, í kringum Sæluviku Skagfirðinga að vori og svo aðra, helst barnasýningu að haustlagi.

Fjallar Litla hryllingsbúðin um uppburðarlítinn ungan mann að nafni Baldur og hana Auði, en saman vinna þau í blómabúð. Auður á reyndar kærasta, tannlækni nokkurn sem nýtur þess bæði að klæðast leðri og beita hana ofbeldi. Kannast margir við lagið „Þú verður tannlæknir“, þar sem hann syngur um sadískt eðli sitt – og eins og þeir sem þekkja söguna vita, endar sá í kjafti mannætublóms. Það syngur einmitt fullum hálsi annað þekkt lag, „Gemmér“, en blómið keypti Baldur með það fyrir augum að selja í búðinni. Kemur fljótt í ljós að þessi annars sakleysislega jurt hefur þann eiginleika að geta talað auk þess sem hún nærist helst á fersku mannakjöti Baldri til mikils ama. Kraftur, gleði og glaumur einkenna sýninguna, en leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Frumsýning verður þann 28. apríl nk. og hægt er að panta hjá tix.is. Eins og er eru komnar sex sýningar í sölu en þær næstu verða dagana 29. apríl, svo 1., 3., 5. og 8. maí kl. 20.

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ
Líf og starf 13. desember 2024

Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ

Fjölmenni mætti í opið fjós á bænum Hólabæ í Langadal laugardaginn 23. nóvember.

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks
Líf og starf 13. desember 2024

Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks

Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál, er h...

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á ja...

Rýnt í matarkistuna
Líf og starf 9. desember 2024

Rýnt í matarkistuna

Á Matarmóti Austurlands var hráefni fjórðungsins í aðalhlutverki auk þess sem fæ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 9. desember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að tileinka sér nýjan hugsanahátt og einnig læra meira á þá tæk...

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...