aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
aðalhlutverkum eru Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, „Dudda“, Ársæll Hjálmarsson, „Diddi“ og Sigríður Hafsteinsdóttir, „Dúa“.
Mynd / Guðmundur Karl Sigurdórsson.
Menning 8. nóvember 2024

Listin að lifa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið frumsýndi Leikfélag Selfoss leiksýninguna Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Jónheiðar Ísleifsdóttur sem einnig er formaður félagsins.

Verkið skrifaði Sigríður Lára upphaflega í tilefni 40 ára afmælis Leikfélags Fljótsdalshéraðs árið 2006 og í kjölfarið var það valið sem áhugaleiksýning Þjóðleikhússins veturinn 2006–2007. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Sigríður Lára sest við að semja en hún hefur skrifað leikrit síðan 1999 fyrir ýmis leikfélög, m.a. Stúdentaleikhúsið og Hugleik.

Alls taka fimm leikarar þátt í sýningunni, sumir að stíga sín fyrstu skref á meðan aðrir eru heldur sjóaðri. Verkið fjallar um vinina þau Didda, Duddu og Dúu en þeim er fylgt gegnum lífið frá barnæsku til grafar. Má nærri geta að gengur á ýmsu sem lífið býður upp á, ástarmál, Alzheimer og allt þar á milli.

Leikfélag Selfoss hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 1958, en var sett á fót fyrir tilstuðlan Kvenfélags Selfoss. Síðan 1988 hefur leikfélagið haft til fullra afnota gamla iðnskólahúsið á Selfossi sem nú er kallað Litla leikhúsið við Sigtún.

Áttunda sýning er í dag, föstudaginn 8. nóvember, kl. 20.00 en alls verða tíu sýningar og því hver að verða síðastur að festa sér miða. Næstu sýningar eru þann 10., 15., og 16. nóvember – allar klukkan 20 nema sýningin þann 10. nóvember sem er klukkan 17. Sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún, miðasala fer fram á tix.is og miðaverðið 3.500 kr.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...