Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lísa í Undralandi
Menning 1. mars 2024

Lísa í Undralandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýrið um hana Lísu í Undralandi eftir heimspekinginn Lewis Carrol þekkja nú flestir. Þetta hugljúfa ævintýri segir frá lítilli stúlku sem sofnar í grasinu og dreymir kynjaveröld þar sem hún kynnist talandi dýrum, undirförlum ketti, óðum hattara og lifandi spilastokk svo eitthvað sé nefnt.

Leikfélag Hornafjarðar hefur nú tekið ævintýrið upp á arma sína og áætlar að frumsýna verkið í Mánagarði þann 9. mars nk. Mikill áhugi er í sveitarfélaginu gagnvart leiklistinni og tekur formaðurinn, Emil Moravek, fram að jafnan sé aldurssvið þátttakenda afar dreift, enda hefur félagið átt í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu síðastliðin tuttugu ár.

Við uppsetningu leikfélagsins í fyrra á Galdrakarlinum í Oz var svo hópi grunnskólabarna Hornafjarðar gefið tækifæri á að spreyta sig á sviðinu en þar er að koma upp ótrúlega áhugasamur hópur ungra krakka sem vonast er til að verði hluti af leikfélaginu síðar meir.

„Nú við uppsetningu Lísu í Undralandi þurftu nemendur Framhaldsskólans frá að hverfa, en vonast er til að þau komi sterk inn síðar meir,“ segir Emil og bætir því við að dyr leikfélagsins séu ætíð opnar fyrir áhugasama og líkt og í öðrum áhugaleikfélögum er allur aldur velkominn.

Leikstjóri sýningarinnar er heimamaðurinn Sigríður Þorvarðsdóttir með aðstoð Birnu Jódísar Magnúsdóttur og svo Hafdísar Hauksdóttur sem sér um tónlist. Eins og áður kom fram verður frumsýning þann 9. mars klukkan 17 og miða má nálgast á Facebook-síðu leikfélagsins. Miðaverð er 4.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 12 ára og yngri og verða frekari sýningar auglýstar síðar. Laumar formaðurinn því að, fyrir þá sem stefna á að mæta á sýninguna og jafnvel þá sem leggja land undir fót – að þá er Blúshátíð á Hornafirði sömu helgi.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...