Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Lísa í Undralandi
Menning 1. mars 2024

Lísa í Undralandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýrið um hana Lísu í Undralandi eftir heimspekinginn Lewis Carrol þekkja nú flestir. Þetta hugljúfa ævintýri segir frá lítilli stúlku sem sofnar í grasinu og dreymir kynjaveröld þar sem hún kynnist talandi dýrum, undirförlum ketti, óðum hattara og lifandi spilastokk svo eitthvað sé nefnt.

Leikfélag Hornafjarðar hefur nú tekið ævintýrið upp á arma sína og áætlar að frumsýna verkið í Mánagarði þann 9. mars nk. Mikill áhugi er í sveitarfélaginu gagnvart leiklistinni og tekur formaðurinn, Emil Moravek, fram að jafnan sé aldurssvið þátttakenda afar dreift, enda hefur félagið átt í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu síðastliðin tuttugu ár.

Við uppsetningu leikfélagsins í fyrra á Galdrakarlinum í Oz var svo hópi grunnskólabarna Hornafjarðar gefið tækifæri á að spreyta sig á sviðinu en þar er að koma upp ótrúlega áhugasamur hópur ungra krakka sem vonast er til að verði hluti af leikfélaginu síðar meir.

„Nú við uppsetningu Lísu í Undralandi þurftu nemendur Framhaldsskólans frá að hverfa, en vonast er til að þau komi sterk inn síðar meir,“ segir Emil og bætir því við að dyr leikfélagsins séu ætíð opnar fyrir áhugasama og líkt og í öðrum áhugaleikfélögum er allur aldur velkominn.

Leikstjóri sýningarinnar er heimamaðurinn Sigríður Þorvarðsdóttir með aðstoð Birnu Jódísar Magnúsdóttur og svo Hafdísar Hauksdóttur sem sér um tónlist. Eins og áður kom fram verður frumsýning þann 9. mars klukkan 17 og miða má nálgast á Facebook-síðu leikfélagsins. Miðaverð er 4.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 12 ára og yngri og verða frekari sýningar auglýstar síðar. Laumar formaðurinn því að, fyrir þá sem stefna á að mæta á sýninguna og jafnvel þá sem leggja land undir fót – að þá er Blúshátíð á Hornafirði sömu helgi.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...