Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Lísa í Undralandi
Menning 1. mars 2024

Lísa í Undralandi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýrið um hana Lísu í Undralandi eftir heimspekinginn Lewis Carrol þekkja nú flestir. Þetta hugljúfa ævintýri segir frá lítilli stúlku sem sofnar í grasinu og dreymir kynjaveröld þar sem hún kynnist talandi dýrum, undirförlum ketti, óðum hattara og lifandi spilastokk svo eitthvað sé nefnt.

Leikfélag Hornafjarðar hefur nú tekið ævintýrið upp á arma sína og áætlar að frumsýna verkið í Mánagarði þann 9. mars nk. Mikill áhugi er í sveitarfélaginu gagnvart leiklistinni og tekur formaðurinn, Emil Moravek, fram að jafnan sé aldurssvið þátttakenda afar dreift, enda hefur félagið átt í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu síðastliðin tuttugu ár.

Við uppsetningu leikfélagsins í fyrra á Galdrakarlinum í Oz var svo hópi grunnskólabarna Hornafjarðar gefið tækifæri á að spreyta sig á sviðinu en þar er að koma upp ótrúlega áhugasamur hópur ungra krakka sem vonast er til að verði hluti af leikfélaginu síðar meir.

„Nú við uppsetningu Lísu í Undralandi þurftu nemendur Framhaldsskólans frá að hverfa, en vonast er til að þau komi sterk inn síðar meir,“ segir Emil og bætir því við að dyr leikfélagsins séu ætíð opnar fyrir áhugasama og líkt og í öðrum áhugaleikfélögum er allur aldur velkominn.

Leikstjóri sýningarinnar er heimamaðurinn Sigríður Þorvarðsdóttir með aðstoð Birnu Jódísar Magnúsdóttur og svo Hafdísar Hauksdóttur sem sér um tónlist. Eins og áður kom fram verður frumsýning þann 9. mars klukkan 17 og miða má nálgast á Facebook-síðu leikfélagsins. Miðaverð er 4.000 kr. en 2.500 kr. fyrir 12 ára og yngri og verða frekari sýningar auglýstar síðar. Laumar formaðurinn því að, fyrir þá sem stefna á að mæta á sýninguna og jafnvel þá sem leggja land undir fót – að þá er Blúshátíð á Hornafirði sömu helgi.

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...