Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Kýr gera óskunda í þvotti
Menning 19. mars 2024

Kýr gera óskunda í þvotti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Þórbergi Þórðarsyni.

Þórbergur Þórðarson.

Hann fæddist 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, sem þá var eitt afskekktasta byggðarlag landsins. Þaðan fór hann átján ára gamall suður til Reykjavíkur, fyrst
til sjós en síðar fékkst hann, þrátt fyrir sult og seyru, við ritstörf, nám og kennslu, með ýmsum útúrdúrum, allt til 1931 en eftir það sinnti hann ritstörfum og hugðarefnum nær eingöngu.

Sterkustu áhrif í lífi Þórbergs virðast hafa verið ritstörf, ástin, íslensk fræði, guðspeki, jóga og spíritismi, esperantó-tungumálið og sósíalismi. Hann var mjög gagnrýninn á samtíma sinn og hikaði ekki við að deila hart á auðvald, embættismenn og kirkju. Hann hafði óbeit á ranglæti og samúð hans var með öreigum. Bersögull var hann og beitti fyrir sig hárfínni kímni og hæðni.

Þórbergur er talinn hafa haft hvað mesta þekkingu samtímamanna sinna á orðaforða og stílbrigðum íslensks máls og hafa búið yfir undraverðri færni í ritun á íslenska tungu. Var hann enda iðulega nefndur Meistari Þórbergur. Eftir hann liggja margar bækur, þ.á m. ljóðabækur, bækur um esperantó, sjálfsævisöguleg skáldverk, ævisögur, ferðasaga, fjölmargar greinar o.fl.

Hann kvæntist Margréti Jónsdóttur árið 1932, hún var bæði menntuð og vel sigld, en áður hafði hann átt dóttur með Sólrúnu Jónsdóttur.

Þórbergur var heiðursfélagi í Skaftfellingafélaginu og Rithöfundafélaginu. Hann var kosinn heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1974 og lést sama ár. /sá

Heimild: Þórbergssetur.

„... Það lagði þægilegan yl frá kúnum um alla baðstofuna. Ég man ekki til, að þar væri nokkurntíma kalt, og aldrei tók maður eftir, að flórlykt legði upp á loftið. Ég fann hana stundum fram í göngin þegar nýbúið var að moka. Mér fannst hún viðkunnanleg. Mig minnir það vera stráð svolitlu af ösku yfir flórinn, þegar lokið var að moka hann. Það hefur líklega verið gert til að gera hann penari og kannski til að taka af honum lykt. Flórinn var þó alltaf mokaður vandlega á Hala. Kýrnar fengu líka hlýju frá fólkinu. Þetta var samhjálp í baráttunni við vetrarkuldana. Þessir fjósbúar voru ein fjölskylda, sem bjó á tveimur hæðum. Og ylurinn frá kúnum var svo náttúrulegur í lífi fólksins, að maður hugsaði aldrei út í það, hvílík vörn þessar blessaðar skepnur voru gegn kuldasjúkdómum og illri líðan. Kannski er það Huppu og Skjöldu að þakka, að ég drapst ekki úr draghóstanum.

En maður á að vera hreinskilinn í bókum, og þess vegna get ég ekki sloppið við að játa, að kýrnar voru á ýmsar lundir erfiðar í sambúð, sérstaklega þegar þær voru ekki á básunum. Þær veltu um drýli og sátum á túnum og engjum, þegar þær komust í færi, og þá var auðséð á þeim, að þær voru ánægðar með sig. Þær settu hausana fokvondar í garða og veggi og brutu í þá holur og skörð. Þær stálust í heyflekki ogátuúrþeimogóðuyfirþáog tróðu þá niður og skitu í þá. Þær laumuðust inn í kartöflugarða og tróðu niður kartöflugrasið og úðuð það ofan í sig. Þær neituðu sér aldrei um þá skemmtun að leggja lykkju á leið sína til þess að gera óskunda í þvotti, sem breiddur var út eða hengdur á snúrur. Stundum fundu þær upp á þeim fjanda, þegar þær voru reknar heim á kvöldin, að taka undir sig stökk á fjósabalanum og æða eins og bandvitlausar til og frá um túnin með rassana hátt upp í loftið, og maður var nær dauða en lífi að eltast við þær. Og þegar fór að líða á sumarið, gat maður átt það vofandi yfir sér, að þær kæmu ekki heim að á kvöldin, heldur létu rökkrið detta á sig einhvers staðar langt í burtu og legðust þar fyrir í mestu makindum og létu menn leita að sér í myrkrinu, og ég gat aldrei fundið nokkra ástæðu að þessu háttalagi þeirra aðra en þá, að þær væru að stríða manni og gera manni erfitt fyrir. ...“

Þegar ég varð óléttur, úrval úr ritum Þórbergs Þórðarson, Húsdýrin á Hala, bls. 38-9, Mál og menning, 1989.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara