Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Kornbók
Menning 13. desember 2023

Kornbók

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samlíf manns og korns, allt frá því er maðurinn tamdi kornið og kornið tamdi manninn, er umfjöllunarefni Åsmund Bjørnstad í bókinni Kornboka – brødets og ølets historie sem kom út árið 2021.

Hún kom nýlega út í danskri þýðingu og heitir Kornbogen – brødets og øllets historie.

Bókin er í stóru broti, hátt á fjórða hundrað síður og ríkulega myndskreytt að því er fram kemur í tilkynningu frá Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannssyni. „Framsetning og frásögn er lipur og ljós en þó víkur höfundur hvergi frá fræðilegri nákvæmni – hvort sem um er að ræða sagnfræði, grasafræði eða kynbótafræði korntegundanna. Skemmtun, fróðleikur og fegurð í einni bók og líka hin dularfullu tengsl manns og korns sem ekki verða með góðu móti skýrð.“

Við sögu koma bygg og hveiti, hafrar og rúgur, hrísgrjón og maís og líka hirsi. „Orðið korn er fyrst og fremst samheiti yfir þær tegundir grasættar er gefa af sér fræ sem nýtanlegt er til fóðurs og manneldis, en er hins vegar stundum notað yfir þá tegund í hverju landi sem algengust er. Þannig getur orðið korn merkt bygg á Norðurlöndum, hveiti í Englandi og maís í Norður- Ameríku.“

Åsmund Bjørnstad er prófessor emeritus í jurtakynbótum við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi.

Bókin fæst á vef danska forlagsins Hovedland eða á vefsíðunni dinboghandel.dk.

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...