Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hunangsleginn hestshaus
Menning 21. desember 2023

Hunangsleginn hestshaus

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Veislumat landnámsaldar eru margar forvitnilegar uppskriftir.

Þær voru settar saman á grundvelli nútímaþekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930.

Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl Petersson ljósmyndari.

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar.

Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga.

Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...