Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hunangsleginn hestshaus
Menning 21. desember 2023

Hunangsleginn hestshaus

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Veislumat landnámsaldar eru margar forvitnilegar uppskriftir.

Þær voru settar saman á grundvelli nútímaþekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930.

Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl Petersson ljósmyndari.

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar.

Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga.

Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður.

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...