Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hunangsleginn hestshaus
Menning 21. desember 2023

Hunangsleginn hestshaus

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Veislumat landnámsaldar eru margar forvitnilegar uppskriftir.

Þær voru settar saman á grundvelli nútímaþekkingar á lífi fólks á Íslandi á árabilinu 870 til 930.

Bókin kom nýlega út hjá Drápu og eru höfundar hennar þeir Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur, Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari og Karl Petersson ljósmyndari.

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Þar var ekki aðeins súrmatur, soðning og bragðlaust kjöt heldur kunnu menn að elda góðar steikur og bragðgóðan fisk Kristbjörn rannsakaði matartilvísanir í Íslendingasögunum og bar þær saman við þá þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar leitaði fanga víða og setur í bókinni fram uppskriftir að veislumat landnámsfólksins og Karl ljósmyndaði kræsingarnar.

Farið er í bókinni yfir ræktun og hráefni á landnámsöld, nýtingu kornmetis, sjávarfangs og kjötmetis og gerð mjólkurmatar. Jafnframt er farið stuttlega yfir þær Íslendingasögur þar sem leitað var fanga.

Meðal forvitnilegra uppskrifta er t.d. grillaður hunangshjúpaður hestshaus, rostungssúpa, sauðakjöts- súpa með sílamávseggi, grillaður geirfugl, grilluð álft og mjöður.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...