Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Leikarinn ástsæli, Burt Reynolds, kýs hér að liggja nakinn á bjarnarfeldi við arnineld í stað þess að svitna þar í kaðlapeysu.
Leikarinn ástsæli, Burt Reynolds, kýs hér að liggja nakinn á bjarnarfeldi við arnineld í stað þess að svitna þar í kaðlapeysu.
Menning 18. desember 2023

Hátíðarklæðnaður við allra hæfi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Jæja, nú líður óðum að því að við klæðumst okkar allra besta og má þá annaðhvort líta yfir fataskápinn eða fyrir þá sem kjósa að lenda ekki í jólakettinum, kaupa sér nýja flík. Hér er örlítið yfirlit sem gæti hjálpað við valið.

Klassískur rauður kjóll: Tímalaust val enda rauður kjóll tákn jólanna, sama á hvaða aldursskeiði maður er. Mælt er með dökkrauðum lit fyrir extra elegance og gott er að bera einfalda „statement“ skartgripi við.

Flauelskjóll: Veldu kjól í dökkum litum eins og djúpgrænum, vínrauðum eða dökkbláum, aðsniðinn, í a-sniði eða skósíðan. Þykkt efnið er afar fágað og því verður sniðið að passa vel.

Pallíettur: Umvefðu sjálfa þig í glitrandi pallíettum sem minna á snjókornin og frostið. Hér má klæðast kjólum, samfestingum eða í raun hverju sem er og njóta þess að dansa um eins og diskókúla.

Hvítur kjóll: Ekki endilega hefðbundnasti liturinn, en þykkt hvítt efni með loðkraga, smágerðum skreytingum eða jafnvel blúndu koma skemmtilega á óvart. Hægt er að bera skartgripi eða skó í sterkum litum á móti fyrir þá sem vilja brjóta þemað aðeins upp.

Köflótt dress: Öll höfum við einhvern tíma átt flík í notalegu köflóttu ullarefni. Dökkblátt með dökkgrænu, svart og grátt, fjólublátt og rautt og svo má lengi telja. Þetta er hátíðarmynstur sem gefur frá sér hlýju jafnframt því að vera alltaf tímalaus klassík.

Metallitaður glamúr: Metallitir hafa verið að færa sig upp á skaftið nýverið, enda hver stelur ekki senunni í gullkjól eða jakkafötum? Gæta þarf þó þess að halda fylgihlutum sem einföldustum og í lágmarki ef stefnan er sett á senuþjófinn

Blúndur: Þeir rómantísku geta valið flíkur úr ljósrauðu eða hvítu blúnduverki jafnt sem þeir sem aðhyllast goth-stefnu geta puntað sig í svörtum eða dökkfjólubláum litum. Blúndur eru fjölhæfur valkostur sem henta fyrir ýmsa viðburði og ætti ekki að líta framhjá.

Samfestingur: Það er fátt einfaldara en að smella sér í mjúkan og glæsilegan samfesting sem á það sameiginlegt að vera bæði stílhreinn og hátíðlegur þegar háu hælarnir eru paraðir við. Fullkomið val myndu flestir halda fyrir hátíðarnar, en þó má ekki gleyma að salernisferðir geta verið erfiðar.

Vafningskjóll: Hver man ekki eftir wrap- around-dressinu sem Diane von Furstenberg kom á kortið? Einn fjölhæfasti valkostur síðari tíma sem fer öllum vel, en vafningskjóll í hátíðlegum lit er bæði stílhreinn og þægilegur og á alltaf við.

Vintage kjóll: Það er gaman að finna sér klassískan vel sniðinn kjól frá árum áður sem smellpassar og enginn annar á. Slíkar gersemar má finna á mörkuðum, second-hand verslunum eða núorðið á netinu ... nema þá er nú ekki hægt að máta, heldur þarf að kaupa upp á von og óvon. Sem sumum þykir afar spennandi.

Klassísk jólapeysa: Faðmaðu hátíðarandann með klassískri jólapeysu skreyttri einhverjum gæðum á borð við snjókorn, hreindýr eða jólatré.

Flauelsjakki: Stakur flauelsjakki í djúpum litum má para við hvaða buxur sem er og gefa viðkomandi fágað útlit. Dökkblár, djúpgrænn og dökkvínrauður eru allt litir sem fara vel.

Köflótt skyrta: Þótt fjálglegum orðum hafi verið farið um köflótt efni hér á undan þykir nóg fyrir þá sem ekki ganga í kjólum að bera annaðhvort vel sniðna skyrtu EÐA bindi/slaufu og vasaklút í stíl. Jafnvel sokka ef til eru. Vandað efni í bland við hefðbundna jólaliti á köflunum er stílhreinn kostur sem getur komið skemmtilega á óvart.

Kaðlapeysa: Snyrtilega prjónuð kaðlapeysa er tímalaus klassík, annaðhvort í ljósum eða dökkbláum lit og fer vel á, ef legið er fyrir framan arineld. Sumir kjósa þó að liggja naktir á bjarnarfeld nær arninum, enda kaðlapeysur í þykkara lagi.

Skór: Sérstæðir spariskór geta lífgað upp á settlegra dress og vilja sumir hafa hálstau í stíl við skóna. Með slíka samsetningu má leika sér og geta þeir ævintýragjörnustu valið sér æpandi liti.

Sérsaumuð jakkaföt: Það getur verið gaman að láta sérsauma á sig jakkaföt, þó ekki sé nema einu sinni á ævinni. Best er að hafa þau sem klassískust og þótt kostnaðurinn sé nokkur verður hann þá e.t.v. áskorun á að halda sér í formi.

Rifflaðar flauelsbuxur: Á meðan fólk í riffluðum flauelsbuxum minnir helst á pabbatískuna árið 1992 er vert að staldra við. Rifflaðar flauelsbuxur, dökkgrænar t.d., eru ef til vill ekki svo vitlaus hugmynd? Af hverju ekki að gerast djarfur og versla sér svo sem eins og eitt stykki í almennilegu / gefandi sniði?

Tíglapeysa: Tíglapeysur eru á lista sem tímalaus klassík og þá helst með v-hálsmáli, fyirr þá sem eru hrifnir af þeirri hugmynd.

Vínrauðar buxur: Þessi hugmynd gæti haldist í hendur við riffluðu flauelsbuxurnar.

Þegar öllu er á botninn hvolft þyrfti einungis að gæta að því að viðkomandi buxur séu úr vönduðu og þykku efni.

Inniskór: Hér er ekki verið að tala um rykfallna flókaskó heldur fremur hátískuinniskó Gucci ef inniskó má kalla, lágbotna og loðfóðraða.

Upplagðir ef verið er að striplast eitthvað í tilefni hátíðanna en viðkomandi strípalingur vill samt þykja virðulegur.

Siggi Dan gegn Sævari
Líf og starf 4. október 2024

Siggi Dan gegn Sævari

Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson t...

Sýn féhirðis á sauðkindina:
Líf og starf 2. október 2024

Sýn féhirðis á sauðkindina:

Að bera fé: Afklæða kind. Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap. Áhættufé: Fífld...

Ávaxtakarfan í Hveragerði
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikf...

Mannlífið í réttum
Líf og starf 1. október 2024

Mannlífið í réttum

Réttir eru mannfögnuður og annáluð lopapeysupartí. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fa...

Ljósið sigrar myrkrið
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturt...

Blítt og létt í Ölfusrétt
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastli...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefu...

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...