Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flytjendur Passíusálmanna á góðviðrisdegi í Garði Einars Jónssonar. Frá vinstri: Margrét Halla Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Jakob Þór Einarsson.
Flytjendur Passíusálmanna á góðviðrisdegi í Garði Einars Jónssonar. Frá vinstri: Margrét Halla Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Jakob Þór Einarsson.
Mynd / Hilmar Þorsteinn Hilmarsson
Menning 6. apríl 2023

Fyrstu eiginhandarritin fóru til fjögurra kvenna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verðir fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 7. apríl. Fimm flytjendur skipta milli sín lestrinum og vísar samsetning lesara til sögu innreiðar sálmanna í þjóðlíf Íslendinga.

Lesarar að þessu sinni verða fimm, einn karlmaður og fjórar konur: Jakob Þór Einarsson, Halla Guðmundsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir auk umsjónarmanns, Steinunnar Jóhannesdóttur. Flutningnum er skipt í sex hluta og á milli þeirra er leikið á orgel kirkjunnar. Tónlistin er í höndum organista Hallgrímskirkju og kórstjóra, þeirra Björns Steinars Sólbergssonar og Steinars Loga Helgasonar.

„Passíusálmarnir eru eitt notadrýgsta og mikilvægasta verk íslenskrar bókmenntasögu. Þeir urðu helsta íhugunar- og huggunarrit þjóðarinnar nánast frá því þeir tóku að birtast í uppskriftum og á prenti á seinni hluta 17. aldar. Passíusálmarnir urðu tæki Íslendinga til að eiga samtal við sál sína,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikstjóri, sem hefur umsjón með viðburðinum.

„Samsetning flytjendahópsins að þessu sinni er hugsuð sem vísun til þess hvernig Passíusálmarnir héldu innreið sína í þjóðlíf Íslendinga. Karllesarinn er hugsaður sem fulltrúi skáldsins, en konurnar fulltrúar fyrir þær fjórar konur sem Hallgrímur sendi fyrstu eiginhandarritin af Passíusálmunum. Þær hétu Ragnhildur Árnadóttir frá Ytra- Hólmi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. Hallgrímur gerði þessar konur að fyrstu kynningarfulltrúum sínum fyrir skáldverkið.“

Passíusálmarnir eru að sögn Steinunnar dramatískt, trúarlegt skáldverk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu, bæði að innihaldi og fjölbreytni í bragarháttum. Þeir voru ortir til flutnings við tiltækar aðstæður og hafa sem slíkir lengi freistað tónlistarfólks sem og flytjenda talaðs máls.

Fljótlega eftir vígslu Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti voru Passíusálmarnir fluttir í heild sinni á föstudaginn langa. Frumkvæði að þeim flutningi hafði Eyvindur Erlendsson, leikari og leikstjóri, og lagði þar með grunninn að þeirri hefð sem hefur staðið nær óslitið síðan. Hefðin hefur svo breiðst út til kirkna víða um landið.

„Mikill fjöldi lesara hefur tekist á við verkefnið sem eftirsóknarvert þykir að glíma við. Það verður enginn samur maður á eftir, sem tekur þátt í heildarflutningi Passíusálmanna,“ segir Steinunn.

Hún hefur tvisvar áður stjórnað flutningi Passíusálmanna í Hallgrímskirkju, en einnig nokkrum sinnum í Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar. Steinunn flutti Passíusálmana í Ríkisútvarpinu árið 2021.

Flutningur Passíusálmanna hefst í Hallgrímskirkju kl. 13 á föstudaginn langa, 7. apríl. Honum lýkur kl. 18.15.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara