Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flytjendur Passíusálmanna á góðviðrisdegi í Garði Einars Jónssonar. Frá vinstri: Margrét Halla Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Jakob Þór Einarsson.
Flytjendur Passíusálmanna á góðviðrisdegi í Garði Einars Jónssonar. Frá vinstri: Margrét Halla Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Jakob Þór Einarsson.
Mynd / Hilmar Þorsteinn Hilmarsson
Menning 6. apríl 2023

Fyrstu eiginhandarritin fóru til fjögurra kvenna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verðir fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 7. apríl. Fimm flytjendur skipta milli sín lestrinum og vísar samsetning lesara til sögu innreiðar sálmanna í þjóðlíf Íslendinga.

Lesarar að þessu sinni verða fimm, einn karlmaður og fjórar konur: Jakob Þór Einarsson, Halla Guðmundsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir auk umsjónarmanns, Steinunnar Jóhannesdóttur. Flutningnum er skipt í sex hluta og á milli þeirra er leikið á orgel kirkjunnar. Tónlistin er í höndum organista Hallgrímskirkju og kórstjóra, þeirra Björns Steinars Sólbergssonar og Steinars Loga Helgasonar.

„Passíusálmarnir eru eitt notadrýgsta og mikilvægasta verk íslenskrar bókmenntasögu. Þeir urðu helsta íhugunar- og huggunarrit þjóðarinnar nánast frá því þeir tóku að birtast í uppskriftum og á prenti á seinni hluta 17. aldar. Passíusálmarnir urðu tæki Íslendinga til að eiga samtal við sál sína,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikstjóri, sem hefur umsjón með viðburðinum.

„Samsetning flytjendahópsins að þessu sinni er hugsuð sem vísun til þess hvernig Passíusálmarnir héldu innreið sína í þjóðlíf Íslendinga. Karllesarinn er hugsaður sem fulltrúi skáldsins, en konurnar fulltrúar fyrir þær fjórar konur sem Hallgrímur sendi fyrstu eiginhandarritin af Passíusálmunum. Þær hétu Ragnhildur Árnadóttir frá Ytra- Hólmi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. Hallgrímur gerði þessar konur að fyrstu kynningarfulltrúum sínum fyrir skáldverkið.“

Passíusálmarnir eru að sögn Steinunnar dramatískt, trúarlegt skáldverk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu, bæði að innihaldi og fjölbreytni í bragarháttum. Þeir voru ortir til flutnings við tiltækar aðstæður og hafa sem slíkir lengi freistað tónlistarfólks sem og flytjenda talaðs máls.

Fljótlega eftir vígslu Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti voru Passíusálmarnir fluttir í heild sinni á föstudaginn langa. Frumkvæði að þeim flutningi hafði Eyvindur Erlendsson, leikari og leikstjóri, og lagði þar með grunninn að þeirri hefð sem hefur staðið nær óslitið síðan. Hefðin hefur svo breiðst út til kirkna víða um landið.

„Mikill fjöldi lesara hefur tekist á við verkefnið sem eftirsóknarvert þykir að glíma við. Það verður enginn samur maður á eftir, sem tekur þátt í heildarflutningi Passíusálmanna,“ segir Steinunn.

Hún hefur tvisvar áður stjórnað flutningi Passíusálmanna í Hallgrímskirkju, en einnig nokkrum sinnum í Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar. Steinunn flutti Passíusálmana í Ríkisútvarpinu árið 2021.

Flutningur Passíusálmanna hefst í Hallgrímskirkju kl. 13 á föstudaginn langa, 7. apríl. Honum lýkur kl. 18.15.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...