Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ein þekktustu stígvél landsins er prýddu forsíðu 6.tbl. Bændablaðsins á dögunum.
Ein þekktustu stígvél landsins er prýddu forsíðu 6.tbl. Bændablaðsins á dögunum.
Menning 11. apríl 2023

Fótabúnaður þeirra djörfu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Mynd á forsíðu síðasta tölublaðs Bændablaðsins vakti mikla athygli og hrifningu hjá lesendum, ekki síst fyrir fótabúnað þann er blasti við – kúrekastígvél í sérflokki. Ófáar símhringingarnar glumdu um skrifstofuna í kjölfarið og ritstjórn innt nákvæmra svara vegna þessarar dýrðar. Við förum því yfir málið hér með.

Forsíðuna prýddi Egill nokkur Gunnarsson, bústjóri í Hvanneyrarfjósi en búið er aðsetur rannsókna og kennslu Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill, sem hefur sveitina í blóðinu og húmorinn bak við eyrað, segir að tildrög stígvélanna séu þau að hann, ásamt félaga sínum Hrannari, hafi verið í skemmtiferð í Kaliforníu, keyrandi um á Mustang eins og alvöru kúrekum sæmir.

Stígvél úr leðri pirarucufisksins.

Amerísk gæði í sérflokki

Í bænum Santa Maria vissi Hrannar af verslun – Boot Barn – þar sem hægt væri að finna kúrekastígvél í sérflokki og fannst þeim félögum afleitt að ljúka ferðinni án þess að fjárfesta í einu pari. Þeir snöruðu sér því inn og eftir nokkra stund og marga hringsnúninga varð Egill stoltur eigandi stígvéla myndskreyttum bandaríska fánanum – sem glöggir lesendur létu ekki fram hjá sér fara. Egill, sem í framhaldinu hálfsá eftir að hafa ekki keypt sér alklæðnað að hætti kúreka, vill þó ekki meina að hann sé „flamboyant“ maður að upplagi.

Amerísku kúrekastígvélunum klæðist hann heldur ekki dagsdaglega heldur fremur við hátíðleg tilefni – en almennt eru þau til stofuskrauts hjá honum heima við.

Áhugasamir geta þó farið á vefsíðu Boot Barn, www.bootbarn.com, og notið úrvalsins sem þar er að finna, enda ókeypis heimsending ef verslað er yfir rétt rúmar 20 þúsund kr. íslenskar. Lítur út fyrir að verslunina sé að finna í öllum ríkjum Bandaríkjanna, stærsta fyrirtæki vinnu- og kúrekafatnaðar í landinu.

Frá árinu 1978, þegar hún var sett á laggirnar í bænum Huntington Beach, Kaliforníu, hafa vinsældir þessarar ágætu verslunar þannig aldeilis vaxið og ekki margir sem geta fetað í fótspor slíks risaveldis.

Á vefsíðunni www.timboots.com má finna einstakt úrval kúrekastígvéla. Á meðfylgjandi mynd er þaðan skótau úr leðri gaddaskötu.

Hvaða leður viltu, ljúfan ...

Kúrekastígvél má svo finna auðvitað víða. Á vefsíðunni www.timsboots.com er til að mynda hægt að hanna sín stígvél eftir geðþótta og smekk hverju sinni. Í boði eru margs konar saumar og mynstur, stærðir og víddir – en að auki er hægt að velja um margvíslegt leður.

Úrvalið kemur jafnvel hörðustu kúrekum á óvart. Hægt er að fá allt frá hinum sæmilega vel þekktu valmöguleikum á borð við krókódíla, snáka og strútaleður, en einnig leður gíraffa, ála, flóðhesta, fíla, hákarla og fornaldarfisksins Pirarucu – sem einnig gengur undir nafninu Arapaima fiskurinn.

Er það einn stærsti hreistraði ferskvatnsfiskur í heimi, er að finna í suður-amerískum hitabeltisvötnum Amazon og í meginatriðum óbreyttur frá tímabili risaeðlanna – Júratímabilinu svokallaða.

Eru stígvél gerð úr leðri pirarucu fisksins vel metin vegna þess hve mjúk og meðfærileg þau eru, auk þess að vera sérstaklega endingargóð.

Þau má til dæmis finna á vefsíðum á borð við www.cavenders.com, sem hefur mikið úrval kúrekastígvéla. Ein eru þó þau sem eru hvað allra best stígvélaleðurtegunda sem völ er á; ástralskt kengúruleður.

Vilja sérfræðingar í þessum efnum meina að þarna sé um að ræða afar þunnt og létt leður sem þó er mögulega það sterkasta í heiminum. Til viðbótar við að vera vinsælt í stígvél er leðrið helst allra notað í svipur þar sem hægt er að skera það þunnt án þess að það slitni.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...