Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Menning 17. júlí 2023

Bílferð um söguslóðir Ásgríms

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jónssonar listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Leiðin byrjar eða endar í Húsi Ásgríms, við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið, en þar réðist Ásgrímur til vistar upp úr fermingu. Þar er varpað ljósi á æsku hans og unglingsár. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn, sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls, stutt frá æskustöðvum hans. Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin, má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms. Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur.

Svo er sýningin Hornsteinn, afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði, heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd.

Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, og er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím. Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.