Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Farskóla safnmanna 2022.
Farskóla safnmanna 2022.
Mynd / Hörður Geirsson
Menning 24. maí 2023

Alþjóðlegi safnadagurinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðlegi safnadagurinn er vel þekktur, en tæplega 40 þúsund söfn víðs vegar um heiminn halda hann hátíðlegan ár hvert.

Þennan dag fylgja söfnin þema er Alþjóðlega Safnaráðið (ICOM - International Council of Museums) boðar ár hvert. Nú í ár er þemað „Museums, Sustainability and Well-being“ – eða Söfn, sjálfbærni og vellíðan, og endurspeglar hversu mikilvægt hlutverk safna er, þegar kemur að málefnum sem varða sjálfbæra þróun og vellíðan fólks.

Eru forsvarsmenn safna í einstakri stöðu til þess að koma jákvæðum breytingum til leiðar, auka almenna þekkingu og vinna gegn fordómum – t.a.m. með miðlun, rannsóknum og fræðslu, sem allt eru mikilvægir þættir í starfi safna.

Sjálfbærni og umhverfismál hafa gjarnan verið Íslendingum ofarlega í huga og hafa fjölmörg söfn hérlendis fjallað um slík málefni gegnum tíðina, staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu, sem tengjast sjálfbærni og hvernig má taka umhverfisvæn skref í nærsamfélaginu.

Eins og gestir vita er aragrúi af sýningum og fræðslu á söfnum sem eru ætluð til uppljómunar jafnt sem skemmtunar. Í mörgum tilfellum er fjallað um fortíðina þar sem viðfangsefni samtímans og jafnvel framtíðar eru oft sett í samhengi – þá ekki síst er kemur að sjálfbærni fyrri ára sem við í dag gætum tekið upp og tileinkað okkur.

Þá hafa mörg söfn staðið fyrir viðburðum fyrir fjölbreytta hópa fólks, sem er mikilvægt til að vinna gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu.

Safnadagurinn á Íslandi er haldinn af Íslandsdeild ICOM og FÍSOS (Félagi íslenskra safna og safnmanna).

Við hvetjum ykkur eindregið til að halda upp á daginn með því að heimsækja safn!

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...