Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Smurbrauð og konfekt
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 20. nóvember 2019

Smurbrauð og konfekt

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hið danska smørrebrød er brauð, yfirleitt rúgbrauð, sem hefur verið smurt með smjöri og álegg sett á. Gott getur verið að nýta afganga frá steikarmáltíð eða fiskrétti gærdagsins. 
 
Hægt er að gera fljótlega og góða máltíð úr slíku hráefni á mettíma. 
 
Smurbrauð með nautalund (roastbeef), kryddjurtaolíu og steiktum lauk
  • 250 g nautalund
  • 2 skalotlaukar
  • 1 msk. capers 
  • 1 askja graslaukur
  • Extra virgin ólífuolía
  • salt og svartur pipar
  • (remúlaði)
Aðferð
Snyrtið nautalundina og steikið eftir smekk, gott er líka að nota afganga. Steikið lauk á pönnu eða veltið honum upp úr hveiti og djúpsteikið. Þegar hann er orðinn  stökkur setjið hann þá upp á pappír þannig að umfram fita renni af. Saxið gras­laukinn og capersið fínt saman í skál. Bætið olíu, salti og pipar saman við og setjið síðan allt ofan á brauðið; fyrst kjötið svo capersinn og laukinn (sumir kjósa remúlaði í stað kryddjurtaolíu) og skreytið með kryddjurtum yfir réttinn.
 
 
Smurbrauð með graflax, fennel, eplasalsa og rjómaosti
  • Brauð
  • rjómaostur
  • grafinn lax
  • rauðlaukur, smátt saxaður
  • epli
  • fennel
  • ögn ólífuolía
  • capers
  • svartur pipar
  • kryddjurt að eigin vali
Aðferð
Skerið brauðið í sneiðar og setjið rjómaostinn á brauðið.
 
Sneiðið laxinn þunnt og leggið ofan á rjómaostinn. Setjið rauðlauk og capers í skál með eplum og fennel ásamt ólífuolíunni. Myljið svo svartan pipar ofan á laxinn og eplasalsa og bætið kryddjurt að eigin vali við – til dæmis, dilli, sítrónubát og jafnvel agúrkusneið.
 
Kransakökukonfekt með ferskum ávöxtum
Auðvelt er að hnoða grófar kúlur og velta upp úr flórsykri eða hnetum og er þá komið konfekt með kaffinu á nokkrum mínútum. Það má einnig setja í frystinn fyrir komandi hátíðir eða sparidaga.
 
Hvernig á að búa til kransaköku- konfekt?
 
Hægt er að kaupa grunninn kláran en hann fæst í mörgum búðum, til dæmis frá Odense, eða hræra flórsykri og eggjahvítu í kransakökumassa.
 
Hnoðið deig á bökunarplötu með bökunarpappír fyrir um 16 toppa.  Bakið í ofni við 220 gráður í um 6–8 mínútur.
 
Skreytið með berjum.
 
Geymist best í loftþéttum umbúðum á köldum stað, en einnig má frysta konfektið eftir baksturinn og skreyta áður en það er borið fram.
 
 
Mozartkúlur með ristuðum möndlum
  • ½ dl vatn
  • 100 g af sykri
  • 150 g möndlur
  • 200 Original ODENSE marsípan
  • 100 g ODENSE núggat 
  • dökkt súkkulaði, 55%
 
Hvernig á að búa til Mozartkúlur með ristuðum möndlum? Það er reyndar auðveldast með tilbúnum bragðefnum sem er hrært saman.
 
Fyrir þá sem vilja prófa að gera þær frá grunni er byrjað á því að sjóða vatn og sykur þar til það kraumar vel, bætið síðan möndlunum við.
 
Hrærið kröftuglega á pönnunni þar til möndlurnar byrja að karamellsera.  Hellið þeim út á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna.
 
Myljið möndlurnar með því að setja þær í poka og „berja“ þær með kökukefli.
 
Núggatið er skorið í litla ferninga sem samsvarar um fimm grömmum.
 
Skerið síðan marsípanið í ferninga, sem samsvarar um tíu grömmum hver.  
 
Núggatið er pressað inn í marsipanið og síðan rúllað að kúlunni.
 
Kúlunum er dýft í dökkt súkkulaði og rúllað upp úr ristuðu möndlunum.
 
Líka má bara velta hnetunum upp úr deiginu og sleppa súkkulaðinu.
 
Athugið að Mozartkúlur geymast best í loftþéttum ílátum á köldum stað. 

3 myndir:

Yljandi súpur
Matarkrókurinn 26. janúar 2026

Yljandi súpur

Nú er sannarlega tíminn fyrir notalega pottrétti og súpur sem ylja okkur inn að ...

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...