Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambalundir með viskíi og hlynsírópi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. mars 2020

Lambalundir með viskíi og hlynsírópi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Lambalundir er hægt að matreiða mjög hratt og þær er hægt að framreiða á séríslenskan hátt,  með grænum baunum og rauðkáli, eða sem framandi rétt. 
 
Til dæmis er sniðugt fyrir þá sem eru í lágkolvetna mataræði að vefja þeim inn í salat og borða með góðu grænmeti.
 
Lambalundir með viskíi 
og hlynsýrópi
 
Hráefni
  • 125 ml hlynsíróp
  • 75 ml viskí eða annað gott, eins og maltöl
  • 1 fersk timjangrein (garðblóðberg)
  • 675 g lambakjöt 
  • 15 m ólífuolía
  • 1 msk. smjör
  • 1 skalottlaukur, fínt saxaður
  • 2 geirar hvítlaukur, fínt saxaðir
  • Salt og pipar
Á glerfati eða í þéttum plastpoka er hlynsírópi, viskíi og timjan blandað saman. Bætið kjötinu við og veltið því vel í kryddleginum.
 
Lokið pokanum. Geymið í kæli í tvær klukkustundir eða yfir nótt. 
 
Takið kjötið úr marineringunni og geymið marineringuna. Hendið timjangreininni.
 
Brúnið lambalundirnar í olíu og smjöri í pönnu í um það bil tvær mínútur á hlið fyrir meðalsteikt. 
 
Kryddið með salti og pipar. Haldið hita á réttinum.
 
Á sömu pönnu er skalottlaukurinn og hvítlaukurinn karamellseraður. Bætið marineringunni við og sjóðið niður um helming eða þar til vökv­inn er orðinn að sírópi. 
 
Kryddið með salti og pipar. Setjið lambalundirnar aftur á pönnuna og hjúpið þær vel með marineringunni.
Berið fram lundir. Berið fram með grænum baunum og kartöflumús. Eða í salatvefjunum hér að neðan:
 
 
Avókadó- og salatvefjur 
  • Avókadó, tómatur, salat (baby gem) með jalapeno chili
  • Hráefni fyrir dressingu:
  • 100 g majónes
  • 8 stk. graslaukur, fínt saxaðir
  • ½ búnt steinselja, fínt saxað
  • ¼ búnt estragonlauf, fínt saxað
  • safi af 1 ferskri sítrónu
  • 1 tsk. fisksósa (fæst í asíu 
  • krydddhillunni)
  • klípa sjávarsalt
  • nýmalaður hvítur pipar eftir smekk
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • Salat
  • 2 baby gem salat, stór lauf helminguð
  • 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga
  • 2 avókadó, skrælt og skorið í þriggja sentimetra klumpa
  • safi af einni ferskri sítrónu
  • 40 ml jómfrúarólífuolía
  • klípa sjávarsalt
  • 1 jalapenó  eða annað chili, 
  • fræhreinsað og skorið í 1 cm bita
  • 10 stilkar af graslauk, fínt saxaður

Aðferð
 
Til að gera dressinguna, blandið þá saman majónes, graslauk, steinselju, estragon, sítrónusafa, fisksósu, salti og pipar í blandara og vinnið saman þar til þetta er slétt (hægt að nota þær jurtir sem eru til eða ræktaðar í glugganum með hækkandi sól).
 
Í skál skaltu blanda saman sýrðum rjóma og jurtablöndunni og blanda varlega saman. Smakkið til og kryddið og geymið í kæli.
Framreiðsla:
 
Þvoið, hreinsið og hristið salatið þurrt í sigti. Afhýðið og saxið laukinn. 
 
Skerið avókadóið til helminga, fjarlægið kjarnann, afhýðið og skerið í bita. 
 
Skerið tómata í fjórðunga og blandið þeim saman við avókadó, sítrónusafa, ólífuolíu og salt í skál.
 
Steikið kjötið í olíunni þar til það verður fallega brúnt, hægt er að nota hvaða kjöt sem er og jafnvel sjávarfang, skötusel eða rækjur.
 
Raðið nú kjötinu, tómötunum og blöndunni með avókadóinu upp á disk. 
Yljandi súpur
Matarkrókurinn 26. janúar 2026

Yljandi súpur

Nú er sannarlega tíminn fyrir notalega pottrétti og súpur sem ylja okkur inn að ...

Poppuð pura er jólakraftaverk
Matarkrókurinn 23. desember 2025

Poppuð pura er jólakraftaverk

Flestar jólamatarhefðir okkar Íslendinga koma lóðbeint frá gömlu herraþjóðinni. ...

Bragð af jólum
Matarkrókurinn 22. desember 2025

Bragð af jólum

Þegar líður að jólum og við tökum ákvarðanir varðandi matinn sem við eldum og bj...

Svínaskanki að þýskum sið
Matarkrókurinn 16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Mér er minnisstæð máltíð á veitingahúsi í Köln þar sem mér var úthlutað heilum s...

Bólstrað brauð
Matarkrókurinn 1. desember 2025

Bólstrað brauð

Brauðbakstur heima er ekki alltaf auðveldur. Flatbrauð er þó auðveldara en brauð...

Napolí, New York…Kópavogur
Matarkrókurinn 3. nóvember 2025

Napolí, New York…Kópavogur

Frá því að Íslendingar kynntust pítsum í fyrsta sinn fyrir alvöru, um og eftir m...

Sætur og súr
Matarkrókurinn 20. október 2025

Sætur og súr

Flest hráefni í mat sem hægt er að fá á sæmilegum kjörum þarf smá tíma og ást ti...

Haustsúpa
Matarkrókurinn 22. september 2025

Haustsúpa

Íslenska er til margra hluta nytsamleg. Sér í lagi ef þarf að finna mörg orð um ...