Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Vika til sælu
Líf og starf 2. maí 2025

Vika til sælu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, stendur til 3. maí.

Skagfirðingar eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og vikan fram undan ætti að reynast þeim drjúg í þeim efnum. Raunar var ýmislegt til gamans gert fyrir upphaf Sæluviku, nefnt forsæluviðburðir.

Sæluvikan var sett 27. apríl og þá veitt samfélagsverðlaun hjónunum Maríu Guðmundsdóttur og Sigurði Hansen. Í samantekt dómnefndar segir að Sigurður hafi árið 2015 fengið fálkaorðuna fyrir framlag til kynningar og sögu arfleifðar Sturlungaaldar, auk þess sem hann hafi auðgað menningarlíf í Skagafirði með ljóðum sínum um áratugaskeið. María sé einstaklega listfeng og reki handverks- og antíkverslun. Þau hjónin hafi m.a. byggt upp glæsilega aðstöðu og sýningu í Kakalaskála.

Boðið er upp á fjölda viðburða þessa daga og má þar nefna myndlistarsýningar, bíó og leikhús, opið hús í Náttúrustofu Norðurlands vestra, sólarhyllingu, skógarböð, jóga, kakó-athöfn, sánagús og hugleiðslu, áheitahlaup, gömludansaball, vöfflukaffi, flóamarkað og kántríball.

Upphaf Sæluviku má rekja til hátíðar á Reynistað í Skagafirði þann 2. júlí árið 1874, en sama ár var Íslendingum færð stjórnarskrá og var fagnað í Skagafirði sem og annars staðar á landinu. Sæluvika stendur til 3. maí. 

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f