Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alda Björk og Atli opnuðu verslun þar sem allt er íslenskt.
Alda Björk og Atli opnuðu verslun þar sem allt er íslenskt.
Mynd / ÁL
Líf og starf 5. janúar 2024

Verslun með íslenskri framleiðslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Alda Björk Ólafsdóttir og Atli Lilliendahl hafa opnað verslun á Selfossi sem selur einungis matvöru, handverk og minjagripi sem framleiddir eru á Íslandi.

Atli segir hjónin hafa orðið vör við að komin sé þreyta gagnvart öllum hinum svokölluðu lundabúðum. Hann segir eftirspurn vera eftir íslenskum mat og íslenskum kúltúr, en ferðamenn eigi erfitt með að finna slíkan varning. Eftir að hafa skoðað fjölmargar ferðamannabúðir hafi þau dregið þá ályktun að 95 prósent varanna hefðu ekkert með íslenskan kúltúr að gera. Því hafi vaknað sú hugmynd að opna verslun þar sem tryggt er að allt sé íslensk hönnun og framleiðsla.

Upphaflega hafi ekki staðið til að opna þessa verslun og tóku þau rýmið fyrst til leigu til að hafa lageraðstöðu og eldhús til að forvinna fyrir matarvagn sem þau opna næsta vor. Þau hafi hins vegar fljótlega áttað sig á að rýmið væri á besta stað og því ákveðið að gera eitthvað meira með það.

Þábendaþauáaðþaðsé óhjákvæmilegt að íslenskir smáframleiðendur á matvöru þurfi að verðleggja sínar vörur hátt. Verulega hafi vantað búð þar sem þessir aðilar gætu komið sínum vörum á framfæri og fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Annaðhvort leigi framleiðendurnir hillupláss eða þau taki þóknun.

Það sé ólíkt því sem tíðkist, en þau segja verslanir oft rukka fyrir bæði. Meðal þess sem verður selt eru matvörur frá Korngrís, Hreppamjólk og Háafelli. Þá verða þau með landnámshænuegg og þrjá hunangsframleiðendur. Jafnframt hrossa- og folaldabjúgu frá Villt og alið á Hellu og reyktan og grafinn villtan lax. Þau verða enn fremur með mikið af vörum frá vernduðum vinnustöðum, eins og Skaftholti og Ásgarði, að ógleymdu handverki frá fjölmörgum aðilum héðan og þaðan af landinu.

Þau taka sérstaklega fram að verslunin sé ekki einungis hugsuð fyrir erlenda ferðamenn, heldur geti nærsamfélagið fundið ýmislegt fyrir sig á þessum stað, bæði gjafavörur og matvæli. Verslunin Made in Ísland er á Austurvegi 44 á Selfossi og er opin alla daga vikunnar.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...