Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
 Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar
Líf og starf 13. september 2023

Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Verðþróun Samræmd vísitala neysluverðs er notuð til að mæla breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er byggður á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalna. Þó eru þær ekki algjörlega sambærilegar, vegna mismunandi umfangs einstakra liða.

Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samkvæmt vísitölunni mælist 12 mánaða verðbólga í júlí 7,5% hér á landi en 6,1% innan EES svæðisins. Hér sést að hægt hefur á verðhækkunum erlendis á bæði kjöt-, mjólkur- og kornvörum á meðan verðbólgan á íslenskum matvörum sérstaklega hafði enn ekki byrjað að lækka þegar júlímælingar voru birtar. Hæst náði 12 mánaða verðbólga á matvörum tæplega 20% í Evrópu fyrri hluta þessa árs en féll svo hratt.

Verðbólga á matvælum hefur ekki náð þeim hæðum á Íslandi en í júlí leitaði hún enn þá upp á við og var þá nánast sú sama og evrópska matvælaverðbólgan.

Matvælaverð Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun matvæla í júlí 12,2% hér á landi en 12,6% innan EES svæðisins.

Kjötvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á kjötvörum í júlí 15,1% hér á landi en 8,6% innan EES svæðisins.

Kornvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,3% hér á landi en 13,1% innan EES svæðisins.
Mjólkurvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,5% hér á landi en 8,9% innan EES svæðisins.

Skylt efni: Matvælaverð

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...