Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
 Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar
Líf og starf 13. september 2023

Þróun matvælaverðs hér á landi sambærileg og í nágrannalöndum okkar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Verðþróun Samræmd vísitala neysluverðs er notuð til að mæla breytingar á verðlagi innan EES og auðvelda með því samanburð á verðbólgu milli ríkjanna. Grunnur samræmdrar vísitölu neysluverðs er byggður á sömu gögnum og íslenska neysluverðsvísitalna. Þó eru þær ekki algjörlega sambærilegar, vegna mismunandi umfangs einstakra liða.

Mestu munar að eigið húsnæði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samkvæmt vísitölunni mælist 12 mánaða verðbólga í júlí 7,5% hér á landi en 6,1% innan EES svæðisins. Hér sést að hægt hefur á verðhækkunum erlendis á bæði kjöt-, mjólkur- og kornvörum á meðan verðbólgan á íslenskum matvörum sérstaklega hafði enn ekki byrjað að lækka þegar júlímælingar voru birtar. Hæst náði 12 mánaða verðbólga á matvörum tæplega 20% í Evrópu fyrri hluta þessa árs en féll svo hratt.

Verðbólga á matvælum hefur ekki náð þeim hæðum á Íslandi en í júlí leitaði hún enn þá upp á við og var þá nánast sú sama og evrópska matvælaverðbólgan.

Matvælaverð Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun matvæla í júlí 12,2% hér á landi en 12,6% innan EES svæðisins.

Kjötvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á kjötvörum í júlí 15,1% hér á landi en 8,6% innan EES svæðisins.

Kornvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,3% hér á landi en 13,1% innan EES svæðisins.
Mjólkurvörur Samræmd vísitala neysluverðs mælir 12 mánaða hækkun á mjólkurvörum í júlí 12,5% hér á landi en 8,9% innan EES svæðisins.

Skylt efni: Matvælaverð

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...