Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Silvia Windmann dýralæknir.
Silvia Windmann dýralæknir.
Líf og starf 21. desember 2016

Þrír geithafrar geltir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Silvia Windmann dýralæknir leit við að Felli í Finnafirði þegar blaðamaður Bændablaðsins var þar í heimsókn. Erindi hennar var að gelda þrjá geithafra.

Starfssvæði Silviu er Vopna­fjarðar­hreppur, Langanesbyggð, Svalbarðs­hreppur og Raufarhöfn, eða þjónustu­svæði sex eins og það er kallað. Erindi Silviu að Felli var að gelda þrjá geithafra.

Silvía er frá Þýskalandi en búin að búa á Íslandi í fjórtán ár. „Ég kom upphaflega til Íslands í starfsnám fyrir sautján árum og kynntist núverandi manninum mínum. Að starfsnáminu loknu sneri ég aftur til Þýskalands til að ljúka náminu og svo aftur til Íslands að því loknu.“

Silvia fór sér að engu óðslega kringum geithafrana áður en geldingin fór fram. Fyrst voru þeir svæfðir og eftir að þeir höfðu lognast út af lagði hún þá á hliðina.

Geldingartólið er stór og mikil töng sem brugðið er við rót pungsins og hert að. Ekki var neitt blóð að sjá við geldinguna en blaðamaður Bændablaðsins lét sér nægja að horfa á eina og hraðaði sér svo burt því ekki var laust við að hann væri töluvert smeykur við geldingatöngina. 

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...