Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans, heilmikil þroskaskref þegar síðar er litið til baka. Hann mun upplifa innri vellíðan þegar síst varir og koma sjálfum sér skemmtilega á óvart. Allt útlit er fyrir því að hann stígi sæll og glaður þessi síðustu skref febrúarmánaðar og að honum streymi óvæntir fjármunir. Happatölur 24, 4, 77.

Fiskurinn heldur varfærnislega um þau málefni sem honum hafa verið úthlutuð og að heilmiklum vangaveltum loknum er honum fullljóst hvernig best er að greiða úr þeim. Væg veikindi eru í kortunum sem þó gefa honum tíma til hvíldar og ætti hann að njóta þess sem best hann getur. Happatölur 15, 2, 12.

Hrúturinn þarf að hvíla sig. Loka fyrir allt áreiti og leggjast í dvala. Að því loknu getur hann komið sér vel fyrir og raðað lífinu eins og hann helst á kysi. Hvað getur hann tekið út og hverju má bæta við. Hvers nýtur hann og vill auka. Njóta þess svo að vera til enda gulls ígildi.
Happatölur 6, 16, 82.

Nautið lætur hugann líða þessa dagana og dreymir sólríkari slóðir. Góð lukka stýrir því að þessi ósk rætist síðar í vor ef rétt er haldið á spöðunum. Nautið ætti að leggja áherslu á ytri og innri vellíðan og gæta vel að líkamlegu þreki sínu sem fer heldur þverrandi. Happatölur 12, 18, 29.

Tvíburinn hefur verið fremur þungt haldinn af alls kyns hugarvíli sem að honum streymir. Það greiðist þó úr þessum ósköpum þegar hann gerir sér grein fyrir að einungis örlítill hluti þess á við rök að styðjast. Stutt er í bjartari daga og vel ef happdrættisvinningur sé ekki á næsta leiti. Happatölur 8, 13, 23.

Krabbinn sem er hlédrægari en margur, hefur óvænta ánægju af þeim gestum sem ber að garði þess dagana. Ætti að hafa að leiðarljósi orðtakið „Maður er manns gaman“, að minnsta kosti næsta hálfa árið. Tengslanetið styrkist og hann hendir óvænt happ. Happatölur 51, 90, 21.

Ljónið er eitthvað tvístígandi þessa dagana enda mun sjálfselskara að eðlisfari en það gerir sér grein fyrir. Það vill í þrjósku sinni ekki taka af skarið í málum er viðkoma fjölskyldunni, en þarf hins vegar að stíga niður af stalli sínum áður en það er um seinan og taka ábyrgð. Happatölur 1, 42, 6.

Meyjan hefur hægt og bítandi verið að taka æ fleiri skref í átt að bættri heilsu og finnur æ oftar fyrir betri líðan, bæði andlegri og líkamlegri. Meyjan ætti með öllu móti að halda í allt hið góða er að henni streymir. Árið 2024 er happaár meyjunnar, en best er að hafa varann á í peningamálunum. Happatölur 11, 54, 55.

Vogin, líkt og hrúturinn, þarf að hafa hvíldina í hávegum. Vera duglegri að skipuleggja dagsformið og muna að heimurinn fer ekki á hliðina þótt hún missi af einhverju. Vogin er að finna sjálfa sig aftur eftir nokkurt skeið og nýtur þess að vera til – en þarf líka að muna að hvíld kemur hverjum manni vel. Happatölur 18, 28, 20.

Sporðdrekinn er að skríða á fæturna eftir vetrardvalann og finnur eldmóð bærast innra með sér. Enn sem komið er hefur hann ekki ákveðið hvert hann mun beina þeim eldi, en eitthvað kitlar hann og hann ætti endilega að láta þá hugmynd eftir sér. Passa samt að fara ekki fram úr sér. Happatölur 15, 22, 48.

Bogmaðurinn hefur sjaldan eða aldrei upplifað það sem liggur í kortunum fyrsta hluta ársins. Óvíst er um hversu djúpa upplifun ræðir, en þó, ef litið er til baka að ári eru áhrif hennar greinileg. Vinasambönd munu deyja út eða styrkjast á næstu vikum og þau síðari verða til mikilla heilla. Happatölur 3, 17, 86.

Steingeitinni hefur fundist heimurinn í kringum sig heldur þröngur undanfarið og lífið óspennandi. Hún þyrfti að taka sig taki og stíga út fyrir þægindarammann til þess að breyta þeirri hugmynd, fara út í náttúruna og anda djúpt. Endurtaka ferlið þar til árangur næst. Happatölur 2, 22, 34.

Skylt efni: stjörnuspá

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...