Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
„Pabbasandalar“ Chanel þykja móðins nú í ár.
„Pabbasandalar“ Chanel þykja móðins nú í ár.
Líf og starf 28. júní 2023

Sandalar þeirra hugdjörfu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þeir eru léttstígir og liprir í hreyfingum, oft ábúðarfullir og vel gyrtir. Oftar en ekki klæddir stuttbuxum eða jafnvel kvartbuxum ef vel liggur á þeim enda ungir í anda. Stíga ákveðið til jarðar enda í forsvari fyrir ákveðinn hóp.

Ætli þessir hafi splæst í Chanel? Eða Dior?

Kannast þú við lýsinguna? Hefur þú upplifað það frelsi að klæðast sokkum í sandölum? Hér um ræðir hinn athafnasama miðaldra karlmann sem veitir sér þann munað að vera léttklæddur neðan mittis en þó ekki þannig að þótt gæti djarfur. Berar tásur eru ekki hvers manns hugljúfi, enda tær sem sjá sjaldan dagsins ljós ef til vill ekki upp á marga fiska. Fótsnyrting vill fara ofan garðs og neðan og því öruggt og traustvekjandi að hylja tærnar, þykir mörgum. Því hefur mörgum (þeim sömu) þótt velsæmandi að toga vel upp um sig sokkana en stinga samt fótunum í sandala, svona í sólskininu. Og þetta eru ekki hvaða sandalar sem er – þessir eru einkennandi fyrir þá sem vilja fara varlega en djarflega – opnir en þó aldrei með færri en þremur riflásum sem smellt er yfir fótinn.

Þekktir undir nafninu „ Dad-Sandals“ eða á íslenskunni „Pabbasandalar“.

Sandalasamstarf Birkenstock og Dior.

Þeir finnast víðar en þú heldur, þökk sé Birkenstock

Álitamál er hins vegar hversu fögur þessi múndering þykir, en þó er hún ákaflega vinsæl víðs vegar um heiminn. En nóg um það myndu margir segja. Eða hvað? Nei, svo er víst ekki. Hvert lúxusmerkið af öðru hefur víst í gegnum árin gert sína útgáfu af pabbasandölunum.

Heiðurinn af hönnun þessara dýrðlegu sandala verður þó að færa sandalamerkinu gamalkunna, Birkenstock, en fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1774 og því óhætt að treysta hverju einu sem kemur þaðan. Tískuveldi Dior sásérleikáborðibæðiífyrraognúíárogí samstarfi við Birkenstock framleiddi það meðal annars sína útgáfu af pabbasandalanum sem upphaflega má rekja sem „Milano sandala“ Birkenstock. Þótti samstarfið og útkoman svo meistaraleg að ákveðið var að endurtaka leikinn nú í ár og bjóða neytendum upp á glænýja útgáfu sandalanna fyrir rúmar eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur.

„Pabbasandalar“ Chanel, sem lúxusmerkið kallar í hógværð sinni einungis „sandala“, hafa verið eitt það helsta sem við sjáum á draumalista fólks á Instagram í allavega eitt eða tvö ár núna. Vinsælastir eru þeir sem koma í svörtu leðri, skreyttir merki Chanel að minnsta kosti tvisvar og kosta rúmar tvö hundruð þúsund krónur.

Að sama skapi hafa vel þekkt og oftast virðuleg merki á borð við Gucci, Valentino, Miu-Miu, Valentino, Prada o.fl. tekið undir þessa stórfenglegu hönnun Birkenstock og kynnt áhugasömum sína eigin útgáfu af „pabbasandölum“ sem stoltur eigandi ber nær alltaf íklæddur sokkum.

Skjáskot frá Instagram er varðar fótabúnað Kanye West.

Nýju föt keisarans

Þetta er ekki tíska sem allir bekenna. En það gæti verið verra. Til eru þeir sem ganga í svokölluðum flip-flops sandölum, eða strengjaskóm – í sokkum – þar sem strengirnir strekkja allverulega á sokkunum. Slík útgáfa af sokkum í sandölum eru ekki allra, tískuhúsin hafa ekki komist á bragðið og þetta þykir ekki jafn móðins og sokkaklæddir leggir í „pabbasandölum.“ Þó hefur sést til tískukónga líkt og Kanye West strunsandi um í sokkum og strengjaskóm. Vakti sá fótabúnaður m.a. talsverða athygli á tískusýningu Burberry sl. haust er hann mætti dressaður í leðurbuxur, demantskreytta strengjaskó og svarta sokka. Eða eins og sagði í frétta- tilkynningu frá sýningunni: „Þann 26. september sl. sótti Kanye West tískusýningu Burberry fyrir sumarið 2023. Að venju vakti útlit hans athygli, en hann þykir einn helsti áhrifavaldur tískunnar. Íklæddur Burberry fatnaði frá toppi til táar, leðurbuxum, hettupeysu og jakka virtist hann samur við sig en öllum að óvörum bar hann létta strengjaskó setta glitri – þá mögulega demöntum – yfir sokkaklædda fætur sína.“

Ekki voru allir á sama máli um hversu vel honum hefði tekist til með þessa samsetningu enda loguðu samfélagsmiðlar í kjölfarið. Kanye bar hins vegar höfuðið hátt að venju, og líkt og kollegi hans í sögunni um Nýju föt keisarans, lét hann ekki almúgann trufla skynbragð sitt á tísku.

En auðvitað eigum við ekki að láta hugmyndir annarra hafa truflandi áhrif á það sem við teljum vera hæstmóðins og/eða fara okkur vel. Bera höfuðið hátt og ekki vera hrædd við að blanda saman þægindum og tísku enda væri svo upplagt að slíkt færi alltaf saman.

Því er við hæfi að trúa á skynbragð okkar þegar kemur að slíku og verjast til hins ýtrasta utanaðkomandi áhrifum.

Skylt efni: tíska

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...