Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sæluhúsið Valgeirsstaðir
Líf og starf 5. júlí 2016

Sæluhúsið Valgeirsstaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Húsið stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Reynir Traustason, sem er best þekktur sem blaðamaður, er skálavörður á Valgeirsstöðum. „Ég var skálavörður hér í smátíma í fyrra og leist svo vel á mig hér að ég ákvað að vera hér í allt sumar. Ég er annars vegar að passa upp á sæluhúsið, taka á móti gestum og þrífa og hins vegar með skipulagðar gönguferðir á fjöllin hér í kring ef einhver hefur áhuga.

Fjallafólk og firnindi

Að sögn Reynis er hann ekki hættur í blaðamennsku og í hlutastarfi hjá Stundinni samhliða því sem hann er að skrifa bók um fjallafólk og firnindi eins og hann orðar það.

Á veturna stendur Reynir fyrir göngum sem hann kallar Fyrsta skrefið.

„Dagskráin hefst um áramótin og endar í apríl. Þetta er gönguþjálfun fyrir fólk sem langar að koma sér í form og ganga á fjöll. Markmið síðasta hóps var að ganga á Snæfellsjökul í lok apríl og það gekk vel og rúmlega þrjátíu manns sem komust á toppinn. Sami hópur er svo væntanlegur hingað í sumar til að ganga á fjöll og um Árneshrepp.

Ég verð svo með annað prógram sem hefst í haust og kallast Næsta skrefið.“
„Sæluhús Ferðafélagsins í Norðurfirði er gott hús á tveimur hæðum sem tekur tuttugu manns. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti en á þeirri neðri eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Í húsinu er borðstofa og vel búið eldhús auk sturtu og tveggja salerna,“ segir Reynir.

Í tíu mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu. Fjölmargar spennandi gönguleiðir eru í nágrenni við sæluhúsið. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. /

Máttur hindrunarsagna
Líf og starf 14. febrúar 2025

Máttur hindrunarsagna

Átta pör náðu 7 gröndum í spili þáttarins sem kom upp í tvímenningnum á fjölsótt...

Hoppar þú um berrassaður?
Líf og starf 12. febrúar 2025

Hoppar þú um berrassaður?

Þorrablót, sólarkaffi, bónda- og konudagar eru sitthvað sem landinn hefur glatt ...

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra
Líf og starf 12. febrúar 2025

Unglingaafgangahrísgrjónasteikarhræra

Hvað á að gera við alla litlu afgangana? Þessa sem duga varla upp í nös á ketti ...

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?
Líf og starf 10. febrúar 2025

Eru neyðarbirgðir á þínu heimili?

Stjórnvöld hafa tilkynnt að gefnar verði út leiðbeiningar innan tíðar um hvaða n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að hafa eitt í huga ofar öllu og það er að vera skýr í hugsun. ...

Kraftur í nýnorrænni matargerð
Líf og starf 5. febrúar 2025

Kraftur í nýnorrænni matargerð

Blásið hefur verið nýju lífi í nýnorræna matargerðarhreyfingu í takt við nýja tí...

Heydreifikerfi
Líf og starf 5. febrúar 2025

Heydreifikerfi

Heydreifikerfi á bænum Hæli í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Heydrei...

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika
Líf og starf 4. febrúar 2025

Skálholtsdómkirkja í sýndarveruleika

Nú er hægt að ganga um Skálholtsdómkirkju í Bláskógabyggð í sýndarveruleika.