Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum
Mynd / Ruth Örnólfs
Líf og starf 28. september 2015

Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum

Höfundur: Ruth Örnólfs
Réttað var í Tungnaréttum í Biskupstungum þann 12. september sl. Þá voru liðin 60 ár síðan réttirnar voru teknar í notkun eftir breytt staðarval árið 1955. 
 
Að venju var mikið fjör og margt um manninn þegar féð var rekið í réttina um fyrri helgi. Fjallkóngurinn var kona að nafni Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir frá Bræðratungu. Ekki var síður handagangur í öskjunni þegar dregið var í dilka og ekki var laust við að einn og einn dreypti á söngvatni. 
 
Frá gamalli tíð stóðu Tungnaréttir á bakka Tungufljóts í landi Holtakota, rétt ofan við Koðralæk. Þær voru hlaðnar úr hraungrjóti eins og algengast var á þeim tíma. Árið 1955 var ráðist í að endurnýja réttirnar og þá voru þær færðar niður með fljótinu og reistar við fossinn Faxa eða á þeim stað þar sem þær eru núna. 
Í febrúar 2012 stofnuðu heimamenn í Biskupstungum félagið Vini Tungnarétta gagngert til að endurbyggja réttirnar í uppruna­legri mynd. Stofnfélagar voru um 100 talsins. Á stofnfundinum kom strax í ljós að mikill áhugi var fyrir verkefninu og fjöldi stofnfélaga fór fram úr björtustu vonum. 
 
Þann 14. september 2013 var fyrst réttað í nýjum Tungnaréttum í Biskupstungum og dregið í dilka sem eru 25 talsins. Hver þeirra tekur um 400 fjár og samtals rúmast því um tíu þúsund fjár í dilkum réttarinnar. Formleg vígsla réttarinnar fór svo fram laugardaginn 21. júní 2014 með borðaklippingu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra og  Helga Kjartanssonar, þá  nýkjörins oddvita Bláskógabyggðar. Var þetta hans fyrsta embættisverk.
 
Það var Ruth Örnólfs sem var fulltrúi Bændablaðsins í Tungnaréttum að þessu sinni og tók hún meðfylgjandi myndir. 

5 myndir:

Skylt efni: fjárréttir | Tungnaréttir

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...