Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ásta F. Flosadóttir, bóndi í Höfða, er ánægð með vorhúsið og segir að annað svipað verði reist síðar.
Ásta F. Flosadóttir, bóndi í Höfða, er ánægð með vorhúsið og segir að annað svipað verði reist síðar.
Líf og starf 1. október 2021

Reisa vorhús til að skýla lambfé í vorhretum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta verður fínt skjól,“ segir Ásta F. Flosadóttir en hún og Þorkell Pálsson, bændur á Höfða í Grýtubakkahreppi, hafa reist svonefnt vorhús, skýli fyrir lambfé til nota svo ekki þurfi að hýsa allan skarann inni í fjárhúsi þegar vorhretin ganga yfir.

Ásta segir þau hafi dundað við verkefnið í hjáverkum, en húsið er 12 metrar á lengd og 5 á breidd. Gert er ráð fyrir að um það bil 80 kindur geti leitað skjóls í húsinu. Hún segir að miðað sé við að gefa fyrir utan húsið, „en ef í harðbakkann slær verður hægt að gefa inni,“ segir hún.

Yfirsmiðurinn Helgi Jökull Hilmarsson og Þorkell Pálsson spá í næstu skref í framkvæmdum.

Fyrirmyndin austan úr Þistilfirði

„Við höfum lengi verið að velta þessu fyrir okkur, en við sáum svona hús í Þistilfirði, m.a. hjá Sigurði í Holti og Eggerti í Laxárdal, en þar hafa þau komið að góðum notum þegar kalt er að vorlagi,“ segir Ásta.

„Það er ekki óalgengt að snjói hér um slóðir í maí og því fylgir næturfrost og kuldi. Það er því gott að hafa aðstöðu þar sem lambfé getur leitað skjóls. Það er oft þröngt að hafa allt fé inni yfir sauðburðinn á vorin og mikil vinna og umstang,“ segir Ásta, en planið er að reisa annað svipað vorhús á öðrum stað á jörðinni síðar.

Efniviður í húsbygginguna kemur héðan og þaðan, m.a. má þar finna gamla aflagða rafmagnsstaura úr Bárðardal.

Efniviðurinn héðan og þaðan

Hún segir að þau hafi fyrir nokkru byrjað að viða að sér efni, en segja má að útsjónarsemi, nýtni og endurvinnsla hafi verið þeim Höfðahjónum efst í huga við framkvæmdina. Þau fengu langa rafmagnsstaura sem RARIK var að taka niður í Bárðardal og víðar, 12 metra langa staura sem ákvarða lengd hússins. Þá var verið að gera við þak á Grenivíkurskóla og þar fengu þau einnig efnivið og sömuleiðis þegar gamla kaupfélagsbúðin á Grenivík var rifin. Þakið er fengið úr þeirri byggingu. Þau notuðu einnig timbur úr fjárhúsum sínum, m.a. slitnar spýtur úr króm. „Það má segja að þaksaumurinn sé dýrasti pósturinn í byggingunni,“ segir Ásta. 

Vorhúsið er hugsað fyrir lambfé sem skýli þegar vorhretin ganga yfir. Gert er ráð fyrir að um 80 kindur geti leitað skjóls í húsinu.

Skylt efni: Grýtubakkahreppur

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...