Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Óheppni spilarinn
Mynd / Matthías Imsland
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég kunningja, spilara sem barmaði sér allverulega. Sjálfstraustið var horfið. Hann hafði tapað stórt í síðasta leik og nefndi að þegar hann vissi ekkert hvað hann ætti að melda – til dæmis eftir hindranir andstæðinga – virtist sem hann tæki alltaf ranga ákvörðun. Gamalkunnugt stef, hugsaði ég.

Norður gefur/AV á hættu. Eftir einkennilega fjögurra spaða sögn hjá suðri – kom að Kristni Þórissyni sem sat í vestur að vestri að melda. Hann doblaði réttilega. En hvað á austur þá að melda?

Flestir sérfræðingar sem umsjónarmaður hefur rætt við segja pass á hendi austurs. En mér fannst að einu góðu fréttirnar væru einspilið í laufi og sex tíglar sem aðeins gætu nýst ef tígull yrði tromp og tók þess vegna ranglega út úr doblinu og meldaði fimm tígla sem voru smellidoblaðir!

Mér varð hugsað til vinar míns sem alltaf tekur ranga ákvörðun þegar blindur kom upp. Ekki þarf doktor í raungreinum til að sjá að með laufstungu hefði verið hægt að fá sæmilega tölu ef maður hefði ekki asnast til að melda láglitageimið.

En ekki dugði að gefast upp. Ef trompkóngur kæmi í leitirnar og litlu hjónin í hjarta væru á vinstri hönd var smá von. Líkurnar ekkert sérstakar, vægast sagt. En tveimur mínútum síðar var talan 750 komin á blaðið, fimm tíglar doblaðir, staðnir slétt.

Stundum er því bæði hægt að taka „ranga“ ákvörðun og skora stig í bridds. Og það megið þið segja óheppna vini mínum ef þið rekist á hann...

NM fram undan

Norðurlandamót í bridds fer fram 5.–8. júní á Laugarvatni.

Ísland sendir lið í kvennaflokki og opnum flokki og verður spennandi að sjá hvernig okkar fólki gengur.

Hægt verður að fylgjast með viðureignum á Bridgebase online.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri BSÍ, segir, spurður um væntingar, að ef allt gangi upp sé raunhæft að láta sig dreyma um gull í opna flokknum. Erfiðara sé að spá fyrir um gengið í kvennaflokknum en vonandi gangi allt vel. ÁFRAM ÍSLAND.

Skylt efni: bridds

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarni...

Hátíðir í sumar
Líf og starf 11. júlí 2025

Hátíðir í sumar

Í sumar verður fjöldi hátíða víða um land og auðvitað fjölbreytt dagskrá um sjál...

80 þúsund gestir á síðasta ári
Líf og starf 8. júlí 2025

80 þúsund gestir á síðasta ári

Geosea, eða Sjóböðin á Húsavík, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 12 ársve...

Lesið í fannir
Líf og starf 8. júlí 2025

Lesið í fannir

Kannski er ekkert sumarlegt að fjalla um fannir í júní. Og þó – þegar betur er a...

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux
Líf og starf 7. júlí 2025

Greinandi og afhjúpandi rödd Ernaux

Enn af þýðingum og aftur kemur Þórhildur Ólafsdóttir við sögu hér í Hriflunni. F...

Kynning á íslenskum mat í Japan
Líf og starf 7. júlí 2025

Kynning á íslenskum mat í Japan

Íslandsstofa ásamt utanríkisþjónustunni og sendiráði Íslands í Japan skipulagði ...

17 impa slys
Líf og starf 7. júlí 2025

17 impa slys

Mikil umræða hefur orðið meðal íslenskra keppnisspilara síðustu vikur hvort drag...

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar
Líf og starf 4. júlí 2025

Toga beint upp og mest fjórðung plöntunnar

Mikilvægt er að uppskera rabarbara á réttan hátt svo að rótin rotni ekki.