Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá þátttöku íslenskra barna í verkefninu Krakkar kokka.
Frá þátttöku íslenskra barna í verkefninu Krakkar kokka.
Mynd / Matís
Líf og starf 4. nóvember 2020

Markmiðið með verkefninu Krakkar kokka að auka matarvitund og matarþekkingu

Höfundur: smh

Verkefnið Krakkar kokka, sem Matís hefur þróað síðustu tvö ár, er hugsað sem eitt af skrefunum í átt að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 

Nú hefur það tengst Evrópuverkefninu WeValueFood, sem hefur það að markmiði að fræða börn meðal annars um sjálfbærni, fæðuauðlindir, umhverfisáhrif, næringu og staðbundna matargerð. 

ViðMetumMat á Íslandi

Að sögn Rakelar Halldórsdóttur, verkefnastjóra hjá Matís, var Krakkar kokka fyrst prufukeyrt haustið 2018 í Skagafirði; í Grunnskólanum austan Vatna og í Varmahlíðarskóla og haustið 2019 var verkefnið aftur prufukeyrt og þá hjá Laugarnesskóla í Reykjavík. 

„Nú hefur Krakkar kokka verið tengt Evrópuverkefni sem við hjá Matís erum að vinna að og heitir WeValueFood, eða „ViðMetumMat“, og er markmið þess að auka matarvitund og matarþekkingu evrópskra barna. Það er styrkt af EITFood, sem er undirstofnun Evrópusambandsins. Aðildarlöndin þrjú, Ísland, Bretland og Spánn, vinna að þessu markmiði hvert með sínum hætti. 

Hjá okkur á Íslandi eru nokkrir skólar, bæði í Reykjavík og í Borgarfirði, að vinna að Krakkar kokka þessa haustönn í samstarfi við Matís og Háskóla Íslands sem hluti af Evrópuverkefninu. Þannig fá 11–12 ára börn í þessum skólum fræðslu um fæðuauðlindir Íslands, sjálfbærni, nærumhverfisneyslu, matarhefðir og matreiðslu. Þau heimsækja svo frumframleiðendur á svæðinu (bændur eða aðra), eða sækja aðföng beint í náttúruna; til að mynda tíndu börn í einum skólanna ber í haust, börn í öðrum skóla náðu í ferska uppskeru úr skólagörðum og börn úr enn öðrum skóla heimsóttu kúabónda á svæði sínu og fengu mjólk með sér. Svo elda börnin máltíð úr því hráefni sem sótt var og allt verkferlið, frá öflun hráefnisins til matreiðslunnar og þess að neyta matarins saman, taka börnin sjálf upp á myndband sem þau klippa til sjálf og skreyta með tónlist, textum og öðru,“ segir Rakel.

Mun matarvitund og þekking aukast?

Rakel segir að mikið sé lagt upp úr því að vinnan sé skemmtileg og það sé leikur í henni, en úrvinnslan verði á fræðilegum nótum. „Myndböndin eru einkar skemmtileg þar sem þau eru gerð með handbragði og sýn barnanna sjálfra og það er aðdáunarvert hvað börn eru orðin slungin í að nota tæknina til að skapa skemmtilegt og fræðandi efni. Þarna eru börn því að gera fræðsluefni um matarauðlindir síns svæðis, hráefnisöflun og eldunaraðferðir, fyrir önnur börn, og það er einmitt það sem börn í dag sækja í, það er að skoða myndbönd af öðrum börnum við leik og skemmtun á YouTube, TikTok og svo framvegis. 

Háskóli Íslands sér um framkvæmd og úrvinnslu upplýsinga sem safnað er með spurningakönnun sem börnin svara fyrir og eftir framkvæmd verkefnisins, en markmiðið er að fá upplýsingar um hvort matarvitund og þekking barnanna eykst með verkefninu. Sambærileg spurningakönnun er einnig lögð fyrir börn sem vinna að svipuðum verkefnum í samstarfslöndunum, þó í öðrum útfærslum. Niðurstöður munu gefa okkur hugmyndir um hvaða leiðir eru árangursríkastar í þessu samhengi.“

Lærdómur með skemmtimennt

Mennta og menningarmálaráðherra er verndari verkefnisins Krakkar kokka. „Það segir mikið um mikilvægi menntunar barna á þessu sviði,“ segir Rakel. „Enda getur ekkert samfélag þrifist án fæðu og aukin sjálfbærni í fæðukerfinu er mikilvæg til framtíðar. 

Prufukeyrslur á verkefninu Krakkar kokka hafa leitt í ljós að skemmtimennt eins og Krakkar kokka virðist tilvalin leið til að ná til barna í dag enda mikilvægt að uppfræða komandi kynslóð um nærumhverfisneyslu og ábyrga nýtingu fæðuauðlinda, ekki síður en hvernig við matreiðum úr fæðuhráefni. Skemmtileg upplifun af vettvangsferðum eykur matarvitund barnanna og þekkingu þeirra á uppruna matarins og sjálfbærri og ábyrgri neyslu. Ein spurninganna sem við spyrjum í verkefninu er: „Hvað myndir þú borða ef engin búð væri nálægt?“ Þessi spurning vekur börnin til umhugsunar um hvaða val við höfum ef við getum ekki keypt matinn innpakkaðan úr búðinni, svo sem hvað við getum borðað úr nærumhverfi okkar, hver framleiðir fæðuafurðir á svæðinu og hvað má borða beint úr náttúrunni. Verkefnið eykur líka skilning barnanna á samfélagi sínu, því að þau átta sig á því að með því að velja staðbundnar fæðuafurðir erum við að styrkja og styðja okkar eigið samfélag, styðja við framleiðendur á okkar svæði, tryggja atvinnu, minnka mengun þar sem maturinn er ekki fluttur langar leiðir til okkar og við förum einnig betur með matinn því við sjáum hvaðan hann kemur og skiljum að vinna og alúð hefur verið lögð í framleiðslu hans, eða að gjöful náttúran hefur ræktað hann fyrir okkur að njóta og vera þakklát fyrir.

 Við vonumst til að á næstu önnum muni fleiri skólar taka verkefnið upp sem hluta af heimilisfræðikennslu eða sem þverfaglegt verkefni margra greina og við fögnum öllum fyrirspurnum skóla,“ segir Rakel. Verkefnislýsing Krakkar kokka fyrir skóla má finna í gengum vef Matís, en þar eru líka myndbönd skólabarna úr verkefninu. 

Rakel Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís.

Skylt efni: Matís

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.