Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Sigurvegarar í A-flokki voru Maríus Halldórsson í 1. og 2. sæti með Rosa og Mílu sem fengu 101 stig hvort, og í 3. sæti Elísabet Gunnarsdóttir með Ripley sem hlaut 89 stig.
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaðamótið, að Eyrarlandi í Fljótsdal í októberlok. Keppt var í A- og B-flokkum auk Unghundaflokks og voru dómarar þeir Gunnar Einarsson og Helgi Árnason.

Þorvarður Ingimarsson, bóndi á Eyrarlandi, segir á Facebook-síðu Smalahundafélagsins að mótið hafi verið hið skemmtilegasta og haldið í einstakri haustblíðu, líkt og myndirnar sýna. Það lítur út fyrir að keppnin hafi verið hin æsilegasta og tilþrifin veruleg, bæði hjá mönnum og vöskum fjárhundum.

SFÍ er áhugamannafélag um ræktun, þjálfun og notkun Border Collie-fjárhunda og var stofnað árið 1992.

Ættbók SFÍ, SNA TI, er viðamikill gagnagrunnur sem félagið rekur í samstarfi við Bændasamtök Íslands.

Þess má geta að Landskeppni félagsins 2024 verður í umsjá Smalahundadeildarinnar Snata í Húnavatnssýslu og verður keppnin haldin í Vatnsdal dagana 24.-25. ágúst á næsta ári. SFÍ hefur staðið fyrir Landskeppnum smalahunda allt frá árinu 1994 auk þess sem landshlutadeildir innan félagsins hafa staðið fyrir minni keppnum.

6 myndir:

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...