Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Margæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 19. maí 2023

Margæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Margæs er lítil gæs, minnsta gæsin sem sést hérna á Íslandi. Hún vegur ekki nema um 1,5 kg og er því þó nokkuð léttari en t.a.m. heiðagæsin sem vegur um 2,5 kg. Hún er meiri sjófugl en aðrar gæsir og leitar mikið í leirur þar sem hún lifir helst á marhálmi. Þær verpa í heimskautahéruðum í Norðaustur-Kanada en hafa vetrardvöl á Írlandi. Þær verpa því ekki hérna á Íslandi en stoppa hér bæði vor og haust á leið sinni milli varp- og vetrarstöðva. Þetta er langt og erfitt farflug fyrir margæsina sem liggur m.a. í 2.400 m hæð yfir Grænlandsjökul. Hérna á Íslandi safna þær forða sem þarf að duga bæði fyrir þetta 3.000 km farflug og einnig fyrir varpið sem hefst stuttu eftir að þær koma á varpstöðvarnar. Þegar komið er á varpstöðvarnar er enn þá nokkuð kuldalegt og gróður lítið kominn á strik fyrr en í kringum mánaðamótin júní–júlí þegar ungarnir koma úr eggi. Þetta stopp hennar hérna á Íslandi er því afar mikilvægt til að safna forða og getur skipt miklu máli fyrir vöxt stofnsins. Sá stofn margæsarinnar sem leggur leið sína um Ísland er áætlað að sé um 40.000 fuglar á hausti.

Skylt efni: álftir og gæsir | fuglinn

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Teflt á netinu
Líf og starf 6. september 2024

Teflt á netinu

Vinsældir netskákar náðu hámarki á Covid- tímunum og vinsælasti vefurinn, chess....

TTK, Tik Tok og skyr
Líf og starf 4. september 2024

TTK, Tik Tok og skyr

Haustið er farið að banka ansi hraustlega á gluggann hjá okkur flestum og hitatö...

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni
Líf og starf 4. september 2024

Hvers vegna fólki líður vel í náttúrunni

Jörð, ár, fjöll og tré. Þögul gljúfur, iðandi lækir og gróskumiklar grænar lauti...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?