Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Viðburður sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema bara til að tala íslensku.
Líf og starf 5. september 2023

Íslensku gefinn séns á Vestfjörðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Gefum íslensku séns er heiti átaks sem hefur verið í gangi á Vestfjörðum í sumar.

Markmið verkefnisins er að stuðla að vitundarvakningu um íslensku sem annað mál og ná sem víðast um Vestfirði. Að því standa t.a.m. Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær.

Aukinn sýnileiki íslenskunnar

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs Vestfjarða. Hann segir ýmsa viðburði tileinkaða átakinu hafa verið í sumar, auk námskeiða. „Allt til þess að auka tækifæri fólks, innflytjenda, til að æfa sig í notkun tungumálsins og vekja móðurmálshafa til vitundar, sem er meginmarkmiðið, um hvað máltileinkun felur í sér.

Aukaafurð er aukinn sýnileiki íslenskunnar í enskuvæddum heimi,“ segir Ólafur. „Einstaklega skemmtileg er hin svokallaða hraðíslenska sem lýtur sömu lögmálum og „speed-dating“ nema augnamiðið er ekki að ná sér í maka heldur æfa sig í íslensku.“

Sjónum hefur einnig verið beint að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og var til dæmis í byrjun ágúst námskeið á Ísafirði tileinkað þeim, undir nafninu Tungumálatöfrar.

Gefum íslensku séns-átakið á Vestfjörðum stendur hið minnsta til miðs nóvember og er vonast til að Hólmavík stökkvi einnig á vagninn, að sögn Ólafs.

Skylt efni: menntun

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...