Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Líf og starf 17. október 2025

Hreinn Halldórsson með ljóðabók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Komin er út ljóðabók eftir Hrein Halldórsson kúluvarpara og harmónikuleikara.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur sent frá sér 25. bókina í bókaflokknum Austfirsk ljóðskáld: Ljóð mitt og lag, eftir Hrein Halldórsson. Bókin hefur að geyma tækifærisljóð, lausavísur, söngtexta og ljóð við ýmis tilefni, alls 107 talsins. Á bak við yfir 20 ljóð í bókinni eru sönghæf lög en alls eru lög Hreins um 200 að tölu. Bókin er 104 síður, í harðspjöldum.

Hreinn er fæddur árið 1949 og löngu kunnur hagyrðingur og vísnasmiður en einnig harmónikuleikari. Hann ólst upp á Hrófbergi við Steingrímsfjörð en hélt ungur til Reykjavíkur og starfaði m.a. í áratug sem strætisvagnabílstjóri. Hreinn var þekktur íþróttamaður á sinni tíð og varð Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi árið 1977 og þrisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins. Hann var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2018.

Hreinn hefur búið og starfað á Egilsstöðum frá árinu 1982, lengst af sem umsjónarmaður íþróttamannvirkja. 

Lífsins ljós

Í smalamennsku á Þernunesi, uppi í Breiðdal

Ég horfi eftir lífsins ljósi
sem logar við efsta tind
þó heimurinn hatri gjósi
og heiftin um flæði blind.
Í ljósið ég stöðugt stefni
þó stefnan sé breytileg
því loforð ég lífsins efni
sem leiðir mig þennan veg.

Það gefur mér gleði sanna
að geta á ljósið treyst
þvíoft er hér meðal manna
svo margt sem er ekki leyst.
Ég bið þess að ljósið logi
og lýsi hér hverja stund
uns himneskur himinbogi
er horfinn af vorri grund

Ljóð mitt og lag, bls. 70.

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...