Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrstu tveir kjólarnir fást í versluninni "& other stories" og hinir frá Karen Millen.
Fyrstu tveir kjólarnir fást í versluninni "& other stories" og hinir frá Karen Millen.
Líf og starf 9. desember 2022

Hinn eini sanni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Það er nú þannig þegar líður að jólunum að léttur spenningur fer um mannskapinn. Finna þarf út hvað eigi nú að vera í matinn svo henti viðstöddum, gjafaundirbúningur í algleymingi auk stóru spurningarinnar hjá kvenpeningnum, hvort eigi að spandera í jóladress.

Sumar taka þann pól í hæðina að eiga kjól sem einungis er brúkaður um jólin. Í slíkum tilvikum eldist flíkin auðvitað misvel, enda á það sem þótti við hæfi árið 1983 ef til vill ekki við fjörutíu árum síðar. Þá sérstaklega ekki ef sá er henni klæðist hefur breyst mikið í vaxtarlagi. En hvað er þá best að hafa í huga ef fólk vill halda að sér höndum í jólakjólatryllingnum og kýs að eiga einungis einn kjól til hátíðarbrigða?

A-línulaga kjóllinn

Jú – þarna kemur klassíkin inn í. Fyrst skulum við fara yfir það sem kallað er A-línulagað kjólasnið. Þá þannig að breiddin að neðanverðu er heldur meiri en að ofan og fer, ef með sanni skal segja, öllu vaxtarlagi allsæmilega – auk þess sem sniðið eldist allvel. A.m.k. það seinna sem fjallað er um hér síðar í greininni. Sagan á bak við A-línulagaðan kjól kemur frá miðri síðustu öld er meistari Christian Dior hóf markaðssetningu á hinni frjálslegu og nútímalegu kvennatísku – þá meðal annars á nokkrum kjólum með þessu sniði, en það var þó ekki fyrr en 1958 sem Yves Saint Laurent (arftaki Christian Dior) kynnti heila línu sem samanstóð einungis af A-línu- löguðum kjólum. Eins og nafnið gefur til kynna er umræddur kjóll svipaður í laginu og bókstafurinn A. Ekki eru þó allir sammála um hvers konar snið sé um að ræða og koma aðallega tvö til greina. Hið fyrra er þannig að að kjóllinn skuli vera þröngur niður að mjöðmum en víkka svo út – en hið síðara er einungis aðsniðið við axlir og fari svo víkkandi niður. Dæmigerð lengd A-línulaga kjóls er niður á mitt læri, en lengri og styttri lengdir má ætla sér – enda snýst sniðið um formið en ekki lengdina. Svona dýrð má finna í fataskápum sumra, endurnýtta í verslunum nytjavarnings, á vefsíðum, í tískuverslunum eða
annars staðar.

LBD svokallaður

Annað dæmi um klassískan kjól, sá sem er án efa hvað notadrýgstur, er sá litli svarti (the little black dress).

Þar mega sniðin vera eftir smekk hvers og eins, en taka skal fram að kjóllinn er vanalegast í styttra lagi. Það er þó ekki nauðsyn, helst þarf að gæta þess að hafa kjólinn sem látlausastan. Bera frekar áberandi skartgripi, skó eða fylgihluti sem gætu þá hentað tísku hvers áratugar fyrir sig.

Nema fyrir þá sem hrifnastir eru af einhverjum áratug. Þá bara ... „you do you“. (Sem íslenskast; „gerið eins og yður hugnast best“) – og púffermar, slóðar eða önnur uppátæki geta fengið lausan tauminn.

Fyrir þá sem vilja spandera fyrir þessi jól og hafa ef til vill ekki fundið þann eina rétta, má, með þessa umfjöllun í huga, til dæmis leita á netinu. Hægt er að finna vintage Dior eða YSL á ebay, verslanir Karen Millen eða "&other stories" koma sterkar inn er kemur að skemmtilegum kjólum á viðráðanlegu verði og svo eru það auðvitað töfrar sem geta leynst í fataskápum ættingja, vina eða velunnara ... því það er um að gera að skiptast svolítið á og nýta sem best. Taka skal fram að auðvitað má líka missa sig í jólakjólagleðinni og versla sér bleikan pallíettukjól eða ef til vill grænköflótta aðsniðna dragt fyrir þá sem kjósa síður kjólana. Þetta verður hver og einn að velja.

Gangi ykkur vel.

Skylt efni: tíska

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...