Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Fjölskyldan á góðri stund fyrir nokkrum árum.
Fjölskyldan á góðri stund fyrir nokkrum árum.
Mynd / Einkaeign
Líf og starf 13. júlí 2023

Gullið í garðinum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Rabarbari vex víða bæði í görðum og utan þeirra, en talið er að hann hafi verið landlægur á Íslandi síðan á seinni hluta 19. aldar. Í kringum seinni heimsstyrjöldina uxu vinsældir rabarbararæktunar og fólk hvatt til að kynna sér hvernig nýta mætti sér hann sem best.

Kjartan H. Ágústsson á Löngumýri, Skeiðum hefur um langt skeið verið viðloðinn ræktun og vinnslu rabarbara og aflaði ungur tekna í kjölfar sölu góðrar uppskeru. Fyrir tilviljun var Kjartan að blaða í Handbók bænda frá árinu 1962 þar sem hann rakst á skráningu frá afa sínum og ömmu sem öfluðu gjarnan aukatekna með rabarbara- uppskeru. Höfðu þau hjónin þá selt 1,5 tonn af rabarbara og vel að merkja líka svolítið af sultu og saft.

Sagan rakin

Sjálfur hóf Kjartan viðskipti sín við Sölufélag garðyrkjumanna, þá með sölu á 5 kg pokum. Með tímanum jókst salan, viðskiptavinunum fjölgaði og pokarnir 20 kg. Fór þá mest í Mömmusultu og síðar Kjarnavörur sem enn er öflugasti viðskiptavinurinn. Vaninn var að tína rabarbarann, þvo, snyrta og brytja leggina auk þess að frysta, en með tímanum varð vinnslan slík að líkja mátti henni við verksmiðjuferli. Þetta var nú fyrir aldamótin 2000. „Í upphafi árs 2008 var haft samband við okkur, þáverandi sambýliskonu mína, Dorothee Lubecki, vegna verkefnis sem var verið að setja á laggirnar og hét Stefnumót hönnuða og bænda. Verið var að leita að fólki sem væri til í að prófa eitthvað nýtt, út fyrir rammann og við ákváðum að slá til. Listaháskólinn, úrval matreiðslumanna o.fl. gott fólk, ásamt okkur, fórum í verkefnið og úr varð rabarbarakaramella, heldur Kjartan áfram. Karamellan hlaut brautargengi og er enn framleidd undir heitinu Rabarbía. Hugmyndina að þessu sælgæti má rekja til bernskuminninga margra; neyslu rabarbara með sykri sem borðaður var með bestu lyst. Í framhaldinu var reist hús yfir starfsemina þar sem bæði var nægt vinnslurými sem og eldhús til framleiðslu.

Styttist í lífræna sultu

Síðan komu sultur og síróp og átti Dorothee stóran þátt í þessu upphafi öllu saman þegar kom að uppskriftum og hugmyndum að vinnslu. Hún framleiðir einnig í dag margs konar te og notar m.a. í það lífrænt vottaðar tegundir jurta sem ræktaðar eru á bænum. Þetta var skemmtilegt en krefjandi, almennileg áskorun,“ segir Kjartan sem stendur í framleiðslu áðurnefndra karamella auk fjögurra tegunda af rabarbarasultum, fífla og grenisíróps.

Þessar dömur kunna svo sannarlega til verka.

Kjartan segir rabarbaraframleiðsluna og vinnsluna krefjast mikillar vinnu. Uppskeran sé tvisvar á sumri og venjulega 6-8 tonn, eftir tíðarfari. Hratt og örugglega þurfi að ganga til verks svo hægt sé að ná rabarbaranum sem bestum. Eru margir sem koma að uppskerunni, m.a. Lionskonurnar Emblur frá Selfossi sem hafa verið til aðstoðar í mörg ár. Mest af framleiðslunni fer svo í frekari vinnslu annars staðar, einkum í Kjarnavörur og Víngerð Reykjavíkur.

„Gaman er að segja frá því,“ lýkur Kjartan máli sínu „að rabarbarinn er vottaður lífrænn, nú í júní fékk ég lífræna vottun á vinnsluna og því styttist í lífrænt vottaða sultu. Vörurnar eru seldar víða um land og má finna sultu og Rabarbía karamellur bæði í Melabúðinni og sætindaversluninni Fiðrildinu í Reykjavík, flestum verslunum Hagkaupa, auk Taste of Iceland, þar sem einnig má finna teið – sem fæst að auki m.a. í Me og Mu, Taste of Iceland, Efstadal, Ljómalind og Litlu Melabúðinni á Flúðum svo eitthvað sé nefnt. Karamellurnar jú líka í Hellisheiðarvirkjun, ef fólk á leið þar um.“

Skylt efni: smáframleiðendur

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...