Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsöguna Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.

Sagan er örlaga­saga sem tekur mið af tíðarandanum á árunum 1962 til 1964.
Höfundur segir að sagan sé skrifuð fyrir fullorðna en geti hæglega höfðað til ungmenna og fjalli um dreng sem vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar.  Leiksviðið er þorpið, gömul hús, fjaran, bryggjurnar og sveitin.

„Strákar leika sér og rækja skyldur sínar í heimi fullorðinna. Drengurinn hænir að sér dúfur. Hann forðar kettlingi frá dauða og verða með þeim miklir kærleikar. Hann sér einnig eitt og annað sem aðrir skynja ekki og það reynist honum þungt í skauti. Ógeðfelldir atburðir gerast, viðkvæm atvik í lífi fólksins.“ 

Steinn segir að í bókinni birtist mannlegur breyskleiki í ýmsum myndum og jafnvel sannleikur sem þolir ekki dagsljósið. Sagan gerist í skugga kalda stríðsins. Rússagrýlan og Kúbudeilan eru í hámarki
og í fyrsta sinn í sögunni stendur mannkynið frammi fyrir tortímingu heimsins vegna kjarnorkusprengju.

Skylt efni: bókaútgáfa

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f