Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Salthúsið sem staðsett er á milli Róaldsbrakka og Gránu á safnasvæði Síldarminjasafnsins. Unnið er að endurbótum og þeim lokið utanhúss en að innandyra eru mörg handtök eftir.
Salthúsið sem staðsett er á milli Róaldsbrakka og Gránu á safnasvæði Síldarminjasafnsins. Unnið er að endurbótum og þeim lokið utanhúss en að innandyra eru mörg handtök eftir.
Mynd / Ljósmyndasafn Síldarminjasafnsins
Líf og starf 14. ágúst 2019

Gestum á Síldarminjasafninu á Siglufirði fjölgaði um 12% á fyrri hluta ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Gestum sem sótt hafa Síldar­minjasafnið á Siglufirði heim fyrstu sex mánuði ársins hefur fjölgað um 12% miðað við sama tímabil í fyrra. Mikil breyting hefur orðið á aðsókn á safnið, en gestir eru nú á ferðinni allan ársins hring.
 
Vetrarferðamennska á staðnum hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar opnunar Héðinsfjarðarganga og má til gamans geta að fyrir tíu árum síðan, árið áður en göngin opnuðu, voru gestir safnsins fyrstu sex mánuði ársins tæplega 200% færri en þeir eru nú. 
 
Anita Elefsen safnstjóri segir að á liðnum árum hafi hvert aðsóknarmetið á fætur öðru verið slegið, en árið 2018 komu tæplega 28 þúsund gestir á Síldarminjasafnið og hafa aldrei verið fleiri. Nú er enn og aftur útlit fyrir að metaðsókn liðins árs verið toppuð.
 
Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði, segir að mikil breyting hafi orðið á aðsókn á safnið, en gestir eru nú á ferðinni allan ársins hring.
 
Erlendir ferðamenn um 70% safngesta
 
Anita segir að mikil umskipti hafi orðið í kjölfar þess að Héðinsfjarðargöng voru opnuð árið 2010. „Sú samgöngubót leiddi til þess að við fáum nú gesti allan ársins hring, þó vissulega sé enn mikill árstíðamunur og umferð er mest að sumarlagi eins og gefur að skilja.“ Erlendir ferðamenn eru ríflega 70% gesta safnsins og hefur þeim fjölgað ár frá ári. Það má meðal annars rekja til þess að sífellt fleiri skemmtiferðaskip staldra við á Siglufirði og gestir þeirra sækja safnið í töluverðum mæli.
 
Anita segir að árið í ár verði líklega engin undantenkning. „Við höfum nú í sumar fengið mikinn fjölda fólks til okkar í skipulögðum heimsóknum og enn er von á fleiri slíkum það sem eftir lifir sumars. Að auki fáum við fjölmarga aðra gesti sem eru á eigin vegum,“ segir hún.
 
Safnastarfið tekur töluverðum breytingum yfir sumarið, en þá gefst minni tími til rannsókna, skráningar og annarra faglegra starfa og gestamóttaka og miðlun verður veigamest. 
 
70 bókaðar síldarsaltanir í sumar
 
Síldarminjasafnið hefur um árabil sett upp síldarsaltanir á planinu við Róaldsbrakka, þar sem síldarstúlkur sýna gömlu handtökin við að hausskera, slógdraga og leggja síldina niður í tunnur. Það er jafnframt sungið, dansað og slegið upp bryggjuballi en tilgangurinn er að vekja upp gamla andann af síldarplönunum sem og að varðveita verkþekkinguna. Anita segir sýningarnar alla tíð hafa notið mikilla vinsælda og er þar ekkert lát á því í sumar eru 70 sýningar bókaðar. „Það er heilmikið umstang í kringum hverja sýningu, bæði hvað varðar undirbúning og frágang. En þetta væri ekki mögulegt án síldargengisins svokallaða. Síldarstúlknanna og -strákanna sem halda uppi fjörinu og eru mikilvægur þáttur í miðlun til gestanna,“ segir Anita. 
 
Síldina fær safnið heilfrysta frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og með auknum vinsældum er sífellt meiri síld verkuð á planinu við Róaldsbrakka. Að hverri sýningu lokinni er síldinni umsaltað og hún pækluð, og er svo nýtt til fóðurs fyrir bæði hross og sauðfé hjá bændum í nágrannabyggðum.
 
Síldarminjasafnið hefur um árabil sett upp síldarsaltanir á plan­inu við Róaldsbrakka, þar sem síldarstúlkur sýna gömlu hand­tökin við að hausskera, slógdraga og leggja síldina niður í tunnur.
 
Endurbætur standa yfir á Salthúsi
 
Sýningar Síldarminjasafnsins eru í fimm húsum; í Róaldsbrakka, Gránu og Njarðarskemmu, Bátahúsinu og Gamla Slippnum, samtals á um 2500 fermetrum að grunnfleti sem  gerir safnið að einu því stærsta hér á landi. Unnið er að endurreisn Salthússins svonefnda, en það hús var flutt til Siglufjarðar sjóleiðina frá Akureyri árið 2014. Það er um 600 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum og því hefur verið komið fyrir á miðri safnlóð Síldarminjasafnsins, á milli Róaldsbrakka og Gránu. Endurbætur hafa staðið yfir frá árinu 2014 og er það nánast fullgert að utan, en innanhúss bíða allmörg handtök.
 
Í húsinu verður varðveislurými fyrir safnkost auk sérútbúinnar ljós­mynda­­geymslu. Gert er ráð fyrir að safn­­verslun verði í húsinu sem og kaffihús. Á efri hæð stendur til að setja upp nýja sýningu sem fjallar um vet­ur­­inn í síldarbænum, atvinnulífið utan síldarvertíðarinnar og félags- og mann­lífið á Siglufirði almennt.

5 myndir:

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...