Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. febrúar í Miðgarði. Jóhanna G. Harðardóttir var kjörin formaður félagsins.

Hún segir helsta hvatann fyrir stofnun félagsins vera að eldri borgara vanti aðstöðu miðsvæðis innan sveitarfélagsins til að koma saman til að vinna að fræðslu-, tómstunda- og félagsstarfi. Stjórn félagsins ætli að hittast í þessari viku til að leggja á ráðin með viðræður við sveitarfélagið um aðstöðu. Þangað til félagið fær þak yfir höfuðið verði skipulagðir viðburðir sem þarfnist ekki húsnæðis, eins og ferð á Þjóðminjasafnið og göngur. Á stofnfundinn mættu næstum þrjátíu félagar, en Jóhanna reiknar fastlega með að fljótlega fjölgi í hópnum.

Nú sé félagið komið með síðu á Facebook undir heitinu „Eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit“ og vonast Jóhanna til að félagsskapurinn spyrjist fljótlega út. Þeir sem eru sextíu ára eða eldri og búsettir í Hvalfjarðarsveit geti gengið í félagið.

Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn félagsins. Frá vinstri: Jóna Björg Kristinsdóttir, endurskoðandi reikninga; Kristján Jóhannesson, varamaður; Sigrún Sólmundardóttir, varamaður; Jóhanna G Harðardóttir, formaður; Anna G. Torfadóttir, stjórnarmaður og Áskell Þórisson, stjórnarmaður.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...