Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. febrúar í Miðgarði. Jóhanna G. Harðardóttir var kjörin formaður félagsins.

Hún segir helsta hvatann fyrir stofnun félagsins vera að eldri borgara vanti aðstöðu miðsvæðis innan sveitarfélagsins til að koma saman til að vinna að fræðslu-, tómstunda- og félagsstarfi. Stjórn félagsins ætli að hittast í þessari viku til að leggja á ráðin með viðræður við sveitarfélagið um aðstöðu. Þangað til félagið fær þak yfir höfuðið verði skipulagðir viðburðir sem þarfnist ekki húsnæðis, eins og ferð á Þjóðminjasafnið og göngur. Á stofnfundinn mættu næstum þrjátíu félagar, en Jóhanna reiknar fastlega með að fljótlega fjölgi í hópnum.

Nú sé félagið komið með síðu á Facebook undir heitinu „Eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit“ og vonast Jóhanna til að félagsskapurinn spyrjist fljótlega út. Þeir sem eru sextíu ára eða eldri og búsettir í Hvalfjarðarsveit geti gengið í félagið.

Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn félagsins. Frá vinstri: Jóna Björg Kristinsdóttir, endurskoðandi reikninga; Kristján Jóhannesson, varamaður; Sigrún Sólmundardóttir, varamaður; Jóhanna G Harðardóttir, formaður; Anna G. Torfadóttir, stjórnarmaður og Áskell Þórisson, stjórnarmaður.

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...