Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dagrún og Darri sitja með afurðum sem þau hafa þróað eða eru í þróun og eru þakklát fyrir styrkina sem veittir voru frá Samfélagssjóði Fljótsdals. Dagrún, sem er húsgagnasmiður, smíðaði borðið sem vörur þeirra eru á.
Dagrún og Darri sitja með afurðum sem þau hafa þróað eða eru í þróun og eru þakklát fyrir styrkina sem veittir voru frá Samfélagssjóði Fljótsdals. Dagrún, sem er húsgagnasmiður, smíðaði borðið sem vörur þeirra eru á.
Líf og starf 24. maí 2022

Er að hefja framleiðslu og sölu á gosdrykkjum með íslenskum jurtum

„Það er allt að fara á fullt fyrir sumarið og við erum mjög spennt að sjá hverjar viðtökur verða,“ segir Dagrún Drótt Valgarðs­dóttir, en hún hefur stofnað fyrirtækið Könglar, sem er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur að markmiði að nýta íslenskar jurtir og skógarafurðir með sjálfbærum hætti við gerð drykkja og lystaukandi afurða. Með henni starfar að þessu verkefni Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf.

Dagrún býr á Víðivöllum fremri í Fljótsdal og er félagið staðsett þar. Til að byrja með verða nokkrar tegundir gosdrykkja og límonaðis í boði. Þeir verða til sölu á nokkrum veitingahúsum á Austurlandi og ef til vill einum á höfuðborgarsvæðinu.

Hindberjagos gert með köngla gosstarter í stað verkaðs gers.

Dagrún Drótt segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún bragðaði drykk sem gerður var eftir uppskrift sem kom frá ömmu Emmu Charlottu Ärmänen, en í þeim drykk voru m.a. blöð af berjalyngi. Fóru þær að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að búa til svipaða drykki hér á landi og hófu að að fikra sig áfram. Þetta var sumarið 2020. Emma fór síðar að sinna öðrum verkefnum.

Heitið Könglar er þannig til komið að sögn Dagrúnar að hún fór eitt sinn á yngri árum í bændaskóla og fannst viðhorf nema á þeim tíma til skógræktar heldur á neikvæðum nótum. Einhverjum datt í hug að kalla nema sem átti rætur sínar að rekja í skógræktarhéraðið Fljótsdal köngul. Það nafn var lengi notað um upphéraðsmenn, þeir voru kallaðir Könglar. Sjálf kveðst Dagrún stolt af því að vera úr skógræktarhéraði, það séu mikil lífsgæði að hafa skóg í kringum sig.

Lærdómsrík ár að baki

„Við höfum síðustu tvö ár unnið að því að auka þekkingu okkar á jurtum og eðli þeirra, það er sem dæmi mikilvægt að vita hvenær besti tíminn er til að framleiða úr jurtunum varðandi bæði bragð og gæði.

Við höfum farið yfir og skoðað flest allt varðandi geymsluþol og eiginleika mismunandi bragðtegunda,“ segir hún en þau hafa m.a. skoðað hvað verið er að gera í Finnlandi og Kanada á þessu sviði. Þau lönd standa framarlega í nýtingu villtra jurta til drykkjar og matargerðar.

„Við höfum lært heilmikið og gert margs konar prufur, en erum nú komin með nokkra drykki í framleiðslu sem verða í sölu á veitingahúsum hér um slóðir á komandi sumri,“ segir Dagrún.

Hún er lærður húsgagnasmiður og starfaði við þá iðn m.a. hjá Brúnás á Egilsstöðum, en lét af störfum þar í fyrra. Einnig hefur hún starfað við matreiðslu og hefur mikinn áhuga á nýtingu jurta í matarhandverki. Hún á ekki langt að sækja áhuga á að nýta þær jurtir sem lifa í íslenskri náttúru, amma hennar notað þær mikið til matargerðar í eina tíð, gerði m.a. hvannarsúpu og fíflasíróp svo dæmi séu tekin.

Darri er með BA próf í sjálfbærri ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum, hann hefur starfað sem kokkur og ýmis störf tengd ferðaþjónustu og hefur einnig brennandi áhuga á sjálfbærri þróun og minni matarsóun.

Vinna með afurðir úr nánasta umhverfi

Könglar leigja aðstöðu hjá fyrir­tækinu Holt og heiðar á Hallormsstað og þar mun framleiðsla fara fram. Þegar hafa verið þróaðir 4 til 6 drykkir og segir Dagrún að nú sé svo komið í sögu fyrirtækisins að allt sé tilbúið til að færa uppskriftir yfir á framleiðslustig.

„Við vinnum með afurðir úr okkar nánasta umhverfi, sumar eru lítið sem ekki neitt nýttar og það er auðvitað leitt að horfa upp á allar þessar jurtir í kringum okkur sem hægt er að gera svo margt með en eru vannýttar. Verkefnið okkar opnar vonandi augu almennings fyrir þessari vannýttu auðlind sem er bara rétt við fætur okkar,“ segir Dagrún.

Skoða framleiðslu á áfengum bjór úr villtum jurtum

Hún segist hlakka til að koma verkefninu á framleiðslu- og sölustig eftir allan undirbúninginn og er spennt að sjá viðtökur. Áfram verður haldið með að þróa fleiri bragðtegundir og hafa þau einnig í huga að bjóða upp á árstíðarbundna drykki þegar fram líða stundir. Eins eru þau Dagrún og Darri að skoða möguleika á að bæta við áfengum bjór í framleiðsluna og sækja þá um leyfi fyrir slíkri framleiðslu. Þegar hefur danskur bruggmeistari komið í heimsókn og leiðbeint þeim með nýtingu jurta í bjórgerð.

Heiti drykkjanna eru sótt í austfirskar þjóðsögur, sem dæmi má nefna Bera og Grímur sem eru fræg nátttröll á Austurlandi, en Dagrún segir að með því að sækja í þann sagnabrunn fái drykkirnir menningarlegt gildi og fræði þann sem nýtur í leiðinni.

Nokkar afurðir sem unnið var með í þróunarstarfi undanfarin tvö ár, könglar, fífill og fleira.

Mörgum þykir þetta spennandi

Félagið hefur fengið styrki og segir Dagrún það hafa skipt sköpum varðandi framgang verkefnisins. Verkefnið hefur fengið styrk úr Matvælasjóði, 3 milljónir króna í þróunarstyrk, og einnig hefur Samfélagssjóður Fljótsdals styrkt verkefnið, bæði veitt því framleiðslustyrk og einnig til að hefja markaðsátak.

Fyrirtækið Könglar mun taka þátt í nýsköpunarvikunni FoodMood og munu þau Dagrún og Darri kynna drykkina í Iðnó 20. maí næstkomandi. Þar geta áhugasamir fengið að smakka og fræðast um þessa nýjung sem í boði verður á matvörumarkaði.

Skylt efni: könglar

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...