Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Kort af Rauðasandi. Föst búseta er á þremur bæjum. Vestast er Lambavatn efra, yfirleitt kallað Lambavatn. Skammt þar frá er bærinn Stakkar. Austast er bærinn Melanes. Aðrir bæir eru ýmist sumardvalarstaðir eða komnir í eyði.
Mynd / Loftmynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 24. október 2022

Byggð stendur hallandi fæti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á Rauðasandi í Vesturbyggð eru þrír bæir í byggð; Lambavatn, Stakkar og Melanes. Tveir fyrstnefndu bæirnir eru vestarlega á sandinum, á meðan síðastnefndi bærinn er austast á undir­lendinu.

Á Stökkum eru hjón með fasta búsetu. Þar er búið með sauðfé og geldneyti.

Á Lambavatni er rekið kúabú, á Stökkum eru ræktuð geldneyti og á Melanesi er ferðaþjónusta og sauðfé. Aðrir merkir bæir á Rauðasandi eru m.a. Saurbær í miðri byggðinni, sem er gamall kirkjustaður og bústaður höfðingja. Á Kirkjuhvammi, rétt austan við Saurbæ, er á sumrin rekið Franska kaffihúsið, sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Einnig er bærinn Sjöundá, austan við Melanes, þekktur fyrir að vera vettvangur Sjöundármorðanna og viðfangsefni bókarinnar Svartfugls eftir Gunnar Gunnarsson. Fram til ársins 1994 tilheyrði sveitin Rauðasandshreppi, sem innihélt Rauðasand og sunnanverðan Patreksfjörð.

Franska kaffihúsið á Kirkjuhvammi selur ferðamönnum veitingar á sumrin.
Íbúatal og þjónusta

Þjónusta hreppsins var staðsett í Örlygshöfn þar sem var grunnskóli, félagsheimili, sparisjóður, verslun og höfn. Nú hefur öll þessi starfsemi verið lögð niður og flutt á Patreksfjörð.

Samkvæmt Hagstofu Íslands var íbúafjöldi Rauðasandshrepps 93 einstaklingar árið 1993. Eftir að hreppurinn varð hluti af Vesturbyggð eru uppfærðar tölur ekki aðgengilegar hjá Hagstofunni. Íbúum á svæðinu telst þó til að núna, haustið 2022, séu níu einstaklingar með fasta búsetu í hinum forna Rauðasandshreppi, þar af fimm á Rauðasandi.

Skylt efni: rauðisandur

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...