Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, kæru landsmenn, er hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins. Aldursbilið er afar breitt, eða frá sautján til sextíu og fimm ára og næsta víst að hvert um sig hafi væna mannkosti til að bera – og jafnvel smá heimanmund í formi jarðar og bústofns.

Draumakonan mín er geðgóð og þolinmóð og hefur gaman af lífinu og tilverunni. Með árunum lærist manni að það sem skiptir mestu máli fyrir utan góða heilsu er samvera og samskipti við annað fólk, sérstaklega sína nánustu.

Björn Harðarson, minkabóndi í Holti í Flóa

Fólk gerir iðulega grín að ég sjái ekkert að því að vera piparmey, greinilega ekki nógu desperat að leita mér að jörð með karli. Annars tókst mér nýlega að að bæta við einum forystuhrút með H154 genið hjá mér, svo og fágætum lit við hrossahópinn.

Dagmar Trodler, ótýpísk hestakona og orðabóndi, Bárðardal

Framtíðarkonan mín þarf að hafa húmor, ákveðni og metnað. Sjálfur hef ég umgengist sauðfé og hesta frá unga aldri en starfa við pípulagningar auk þess að vera rúnings- og járningamaður.

Davíð Ævarr Gunnarsson, Eyrarbakka

Svo ég segi frá sjálfum mér þá er ég með blandað bú, kýr, sauðfé og hross, en uppáhaldsbúgreinin mín er nautgriparækt. Fermingarhesturinn minn, Gosi, er mér kær, svo og tíkin Týra. Sá kostur sem mér þykir framtíðarmaki aðallega þurfa að bera ... er að geta keyrt traktor.

Einar Magnússon, Oddgeirshólum

Kostir maka: Hann þarf að geta unnið launalaust allar helgar og á stórhátíðardögum, bakkað traktor með vagni fyrir horn án þess að brjóta rúður í gróðurhúsunum og svo almennt að vera með réttar skoðanir. Fyrir fullt hús stiga væri gott ef hann ætti gulan id buzz campervan og sumarhús á Ítalíu.

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi, Flúðum

Er að leita að sætri sveitastúlku sem hefur áhuga á sveitaskemmtun og með húmor fyrir sjálfri sér. Væri líka frábært ef hún fílar Massey gamla Ferguson. Hjá mér sjálfum er mjög stutt í grínið, er með sköllett (skalla-möllet). Er annars einfaldur gaur með mikinn áhuga fyrir kindum og mínum búskap og á mikið af góðum vinum sem eru alltaf til í að rétta mér hjálparhönd.

Kolbeinn Óskar Bjarnason, sauðfjárbóndi, Reykhólahreppi (ber þann titil að vera yngsti bóndi landsins)

Er að leita að fallegri sveitastelpu sem hefur áhuga á dýrum – og ekki væri það verra ef hún myndi elska traktor á borð við Zetor. Ég er með helvíti flott sveitamullet þó ég segi sjálfur frá og skemmti mér helst við að djöflast í vinum mínum, enda stutt í glensið.

Kristján Steinn Guðmundsson, Reykhólahreppi

Draumaprinsinn er vel fjáður (ekki af sauðfé, ég á nóg af svoleiðis), hjartahlýr og huggulegur herramaður sem er ekki morgunfúll (ég sé um það).

Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu og ráðunautur hjá RML

Mér finnst gaman að syngja, spila körfubolta og auðvitað gleður það mann þegar gengur vel í búskapnum. Dans á balli er alltaf góð skemmtun. Drekk ekki áfengi. Ég er 7. ættliðurinn sem stundar hér búskap og tel helstu kosti framtíðarmaka vera þolinmæði, áhuga á búskap og almenn skemmtilegheit.

Sveinn Óli Friðriksson, kúabóndi á Stóra-Ósi í Miðfirði

Framtíðarmakinn minn verður að vera handlaginn, duglegur, hafa gaman af lífinu og vera fyndinn. Sjálf er ég hreinræktaður Rangæingur og hef gaman af hestamennsku og sauðfjárrækt þó dagsdaglega vinni ég hjá Bændasamtökum Íslands.

Rebekka Leifsdóttir, Hellu

Kostir framtíðarmaka míns væri að vilja stofna fjölskyldu og búa með mér á sveitabæ með einhvers konar bústofn þar sem ég elska búskap og að vera í kringum dýr. Hann þyrfti að vera fyndinn, einlægur og taka lífinu ekki of alvarlega. Einnig mætti hann þola smá klaufaskap því ég á það til að vera smá klaufi í daglegu lífi, eða með öðrum orðum brussa.

Theodóra Dröfn Baldvinsdóttir, Finnmörk

Skylt efni: Bænder

Nútímahippinn ræstur
Líf og starf 28. apríl 2025

Nútímahippinn ræstur

Ein áþreifanlegasta birtingarmynd náttúruverndar og sjálfbærni tískunnar gæti ko...

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...