Auðnutittlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta finkan sem verpur hér á landi. Auðnutittlingar eru fræætur og hefur fjölgað hér með aukinni skógrækt. Þeir eru afar félagslyndir, geta verið algengir gestir þar sem fuglum er gefið og geta hóparnir orðið nokkuð stórir. Þeir hænast auðveldlega að fólki þar sem þeim er gefið og geta jafnvel byggt upp svo mikið traust að þeir borði úr lófanum á fólki. Það hefur verið vinsælt að gefa þeim sólblómafræ en þeirra helsta fæða sem þeir sækja í eru birkifræ og má segja að þeir byggi tilveru sína hér á birkifræi. Það geta því verið nokkuð öfgakenndar sveiflur í stofninum eftir því hvernig árferði hefur verið fyrir þroska birkifræja. Auðnutittlingurinn er staðfugl og finnst svo að segja um allt land þar sem er skógrækt.

Skylt efni: fuglinn

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...